Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. mars 2019 07:15 Hjálparstarfsfólk fylgir íbúum í skjól á flugvelli í Beira. Nordicphotos/AFP Mósambík Tala látinna í Mósambík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormurinn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan stafar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stórskemmdir og heilu þorpin á floti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunarverkefni Rauða krossins í hafnarborginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að líklega myndi tala látinna hækka.Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil.Nordicphotos/AFPBlaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaðurinn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósambík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna hamfaranna og sent 214 tonn af matvælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálparstarf í löndunum þremur. Evrópusambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra. Malaví Mósambík Simbabve Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Mósambík Tala látinna í Mósambík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormurinn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan stafar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stórskemmdir og heilu þorpin á floti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunarverkefni Rauða krossins í hafnarborginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að líklega myndi tala látinna hækka.Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil.Nordicphotos/AFPBlaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaðurinn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósambík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna hamfaranna og sent 214 tonn af matvælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálparstarf í löndunum þremur. Evrópusambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra.
Malaví Mósambík Simbabve Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira