Íslenski boltinn

Þór/KA skoraði sex mörk á hálftíma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sandra Stephany Mayor skoraði tvö mörk í dag
Sandra Stephany Mayor skoraði tvö mörk í dag Vísir/Eyþór

Þór/KA valtaði yfir Selfoss 6-0 er liðin mættust í Lengjubikar kvenna í fótbolta á Akureyri í dag. Öll sex mörk leiksins komu á hálftíma kafla í fyrri hálfleik.

Sandra Stephany Mayor kom Norðankonum af stað með fyrsta markinu á 14. mínútu leiksins og Margrét Árnadóttir bætti öðru við fimm mínútum seinna.

Á 27. mínútu skoraði Arna Sif Ásgrímsdóttir þriðja mark Þórs/KA og Karen María Sigurgeirsdóttir kom heimakonum í 4-0 á 28. mínútu eftir sendingu Mayor.

Mayor var svo aftur á skotskónum á 39. mínútu og síðasta mark leiksins gerði Arna Sif á 44. mínútu. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og endaði leikurinn í 6-0 sigri Þórs/KA.

Eftir fjóra leiki í Lengjubikarnum er Þór/KA því með sjö stig og fer upp fyrir Breiðablik í annað sætið en Selfyssingar eru á botninum án stiga.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.