Íslenski boltinn

Blikar höfðu betur gegn ÍBV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir. Fréttablaðið/Anton

Breiðablik vann öruggan sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag.

Blikar komust yfir eftir kortersleik í Fífunni og var það Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði mark Blika. Það var eina mark fyrri hálfleiksins og þær grænu leiddu því 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja.

Á fyrstu mínútum seinni hálfleiks skoraði Hildur Antonsdóttir annað mark Blika og Alexandra bætti þriðja markinu við á 82. mínútu. Leiknum lauk með 3-0 sigri Breiðabliks.

Blikar fara því aftur upp í annað sæti riðilsins en ÍBV hefur ekki unnið leik.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.