Innlent

„Við Suðurnesjamenn erum ýmsu vanir“

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Yfirvöld Reykjanesbæjar hafa áhyggjur af störfum á svæðinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir meðlimi bæjarstjórnar hafa vaknað upp við þungt högg í morgun.

„Hugur okkar hefur náttúrulega verið hjá þessu starfsfólki sem er að missa vinnuna. Þetta kemur auðvitað mjög illa við okkur. Það hefur verið uppbygging og uppgangur hjá okkur í Reykjanesbæ og svo sem á Suðurnesjum í heild sinni. Þannig að þetta verður erfitt fyrir okkur en við Suðurnesjamenn erum ýmsu vanir,“ sagði Jóhann.

Hann bætti við að þó rykið ætti eftir að setjast væri hann hræddur um að þetta muni hafa slæm áhrif. Varðandi tekjuhlið sveitarfélagsins sagði hann nauðsynlegt að skoða það í kjölinn.

„En það er alveg ljóst að þegar fólk er að missa vinnuna, þá hefur það áhrif á sveitarfélagið,“ sagði Jóhann.

Reykjanesbær hefur sett saman viðbragðshóp og verið í samskiptum við Vinnumálastofnun og verkalýðshreyfinguna. Jóhann sagði bæjaryfirvöld hafa áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti haft áhrif á sex til sjö hundruð afleidd störf á svæðinu. Það ætti eftir að koma í ljós.

„Við munu gera allt sem við getum til að koma til móts við fólk, eins og hægt er.“


Tengdar fréttir

Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi

Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi.

Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun

Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám.

WOW á vörum Íslendinga

WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×