Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 12:36 Skúli Mogensen stofnandi WOW air. Vísir/Friðrik Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist trúa því að ef hann og aðrir forsvarsmenn flugfélagins hefðu fengið aðeins meiri tíma, hefði verið hægt að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. Þetta sagði Skúli í viðtali við Ríkisútvarpið sem sýnt var í hádeginu. Skúli sagði stöðuna hafa verið flókna. Flugrekstur væri flókinn og margir aðilar ættu kröfur í WOW air. „Við náðum vissulega góðum áfanga þegar skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta þessu í hlutafé en þá voru eftir fjöldinn allur af öðrum kröfuhöfum og eins ég segi, þegar svona margir þurfa að koma saman, og fjöldi aðila í mörgum löndum, og tíminn er knappur. Það bara, því miður, náðist ekki,“ sagði Skúli.Segist eiginlega hafa verið þvingaður til þess að gefast upp Hann sagði einnig að flugumhverfið hafi verið sérstaklega erfitt í vetur og fjöldi flugfélaga hafi farið í þrot. Hann hins vegar trúir því að „að ef við hefðum fengið aðeins meiri tíma hefðum við getað klárað þetta.“ Skúli, sem sagðist hafa sett aleiguna í rekstur WOW air, sagði ennfremur að hann hefði átt að hefja endurskipulagningu WOW er fyrr. Það hafi skilað miklum árangri að skila breiðþotunum, taka til í rekstrinum og „fara aftur í lággjaldabúninginn“. Varðandi það að Skúli hafi fyrir tveimur dögum sagst ekki ætla að gefast upp, segist Skúli eiginlega hafa verið þvingaður til þess. Hann hafi þurft að sætta sig við staðreynd málsins. „Auðvitað er þetta búið að vera mikil barátta og eins og ég sagði líka um daginn, og hef reyndar sagt ítrekað. En ég er líka óheyrilega þakklátur fyrir þann mikla stuðning og hvatningu frá starfsfólki mínum, frá fólki út um allan bæ og fjölda landa, einmitt um það að halda áfram og gefast ekki upp. Því fólk, greinilega, hafði trú á okkur og vildi sjá okkur halda áfram. Það var ekki síst sú hvatning sem hvatti okkur áfram. Mér finnst náttúrulega mjög leiðinlegt og sorglegt að bregðast því fólki. Auðvitað liggur það ljóst fyrir að þegar flugvélarnar eru kyrrsettar, þá er þetta búið.“ Skúli sagðist ekki vera með nákvæma tölu á farþegum sem væru strandaglópar en taldi þá rúmlega þúsund. Hann sagðist sömuleiðis ekki vera með á hreinu hve margir hefðu keypt flugmiða til framtíðar. „Þetta er því miður úr okkar höndum núna og mér þykir það mjög sárt. Því þetta fólk hefur haft trú á okkur og stutt okkur og í raun magnað hvað við höfum fengið góðan meðbyr frá farþegum okkar frá fyrsta degi. Þannig að ég er ekki síst svekktur að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar gagnvart þessu fólki.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist trúa því að ef hann og aðrir forsvarsmenn flugfélagins hefðu fengið aðeins meiri tíma, hefði verið hægt að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. Þetta sagði Skúli í viðtali við Ríkisútvarpið sem sýnt var í hádeginu. Skúli sagði stöðuna hafa verið flókna. Flugrekstur væri flókinn og margir aðilar ættu kröfur í WOW air. „Við náðum vissulega góðum áfanga þegar skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta þessu í hlutafé en þá voru eftir fjöldinn allur af öðrum kröfuhöfum og eins ég segi, þegar svona margir þurfa að koma saman, og fjöldi aðila í mörgum löndum, og tíminn er knappur. Það bara, því miður, náðist ekki,“ sagði Skúli.Segist eiginlega hafa verið þvingaður til þess að gefast upp Hann sagði einnig að flugumhverfið hafi verið sérstaklega erfitt í vetur og fjöldi flugfélaga hafi farið í þrot. Hann hins vegar trúir því að „að ef við hefðum fengið aðeins meiri tíma hefðum við getað klárað þetta.“ Skúli, sem sagðist hafa sett aleiguna í rekstur WOW air, sagði ennfremur að hann hefði átt að hefja endurskipulagningu WOW er fyrr. Það hafi skilað miklum árangri að skila breiðþotunum, taka til í rekstrinum og „fara aftur í lággjaldabúninginn“. Varðandi það að Skúli hafi fyrir tveimur dögum sagst ekki ætla að gefast upp, segist Skúli eiginlega hafa verið þvingaður til þess. Hann hafi þurft að sætta sig við staðreynd málsins. „Auðvitað er þetta búið að vera mikil barátta og eins og ég sagði líka um daginn, og hef reyndar sagt ítrekað. En ég er líka óheyrilega þakklátur fyrir þann mikla stuðning og hvatningu frá starfsfólki mínum, frá fólki út um allan bæ og fjölda landa, einmitt um það að halda áfram og gefast ekki upp. Því fólk, greinilega, hafði trú á okkur og vildi sjá okkur halda áfram. Það var ekki síst sú hvatning sem hvatti okkur áfram. Mér finnst náttúrulega mjög leiðinlegt og sorglegt að bregðast því fólki. Auðvitað liggur það ljóst fyrir að þegar flugvélarnar eru kyrrsettar, þá er þetta búið.“ Skúli sagðist ekki vera með nákvæma tölu á farþegum sem væru strandaglópar en taldi þá rúmlega þúsund. Hann sagðist sömuleiðis ekki vera með á hreinu hve margir hefðu keypt flugmiða til framtíðar. „Þetta er því miður úr okkar höndum núna og mér þykir það mjög sárt. Því þetta fólk hefur haft trú á okkur og stutt okkur og í raun magnað hvað við höfum fengið góðan meðbyr frá farþegum okkar frá fyrsta degi. Þannig að ég er ekki síst svekktur að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar gagnvart þessu fólki.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15