Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 09:33 Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Vídir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“ Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“
Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49