Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 09:33 Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Vídir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“ Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“
Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49