Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2019 19:00 Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hvetur þingheim til að samþykkja útgöngusáttmálann. John Bercow, þingforseti, fylgist með. Mynd/Breska þingið Útgöngusáttmáli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til atkvæðagreiðslu á breska þinginu á morgun. Hann hefur þegar verið felldur tvisvar en May vonast til að hann verði samþykktur að þessu sinni eftir að hún sagðist ætla að víkja sem forsætisráðherra ef hann verður samþykktur. Þingforsetinn, John Bercow, hafði áður lýst því að sáttmálinn mætti ekki fara aftur fyrir þingið óbreyttur. Í dag sagði hann hinsvegar að tillagan um samþykkt sáttmálans hefði tekið nægilegum breytingum og leyfir hann því atkvæðagreiðsluna á morgun. Atkvæðagreiðslan á morgun þykir nokkuð táknræn þar sem að fyrirhuguð útganga úr Evrópusambandinu átti að fara fram á morgun 29. mars. Atkvæðagreiðslan verður þó með öðru móti en fyrri atkvæðagreiðslur þar sem aðeins verður greitt atkvæði um þann hluta sáttmálans sem fjallar um útgönguna sjálfa en ekki framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins. Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, sagði Evrópusambandið einungis tilbúið til að færa útgöngudagsetninguna til 22. maí ef að útgöngusáttmálinn verður samþykktur fyrir ellefu annað kvöld. Því væri það lykilatriði að þingið samþykkti sáttmálann. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum eru líklegari en áður til að greiða atkvæði með sáttmálanum sér í lagi ef að May stígur til hliðar. Þrátt fyrir það er útlitið ekki gott fyrir May þar sem norður-írski sambandsflokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
Útgöngusáttmáli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til atkvæðagreiðslu á breska þinginu á morgun. Hann hefur þegar verið felldur tvisvar en May vonast til að hann verði samþykktur að þessu sinni eftir að hún sagðist ætla að víkja sem forsætisráðherra ef hann verður samþykktur. Þingforsetinn, John Bercow, hafði áður lýst því að sáttmálinn mætti ekki fara aftur fyrir þingið óbreyttur. Í dag sagði hann hinsvegar að tillagan um samþykkt sáttmálans hefði tekið nægilegum breytingum og leyfir hann því atkvæðagreiðsluna á morgun. Atkvæðagreiðslan á morgun þykir nokkuð táknræn þar sem að fyrirhuguð útganga úr Evrópusambandinu átti að fara fram á morgun 29. mars. Atkvæðagreiðslan verður þó með öðru móti en fyrri atkvæðagreiðslur þar sem aðeins verður greitt atkvæði um þann hluta sáttmálans sem fjallar um útgönguna sjálfa en ekki framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins. Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, sagði Evrópusambandið einungis tilbúið til að færa útgöngudagsetninguna til 22. maí ef að útgöngusáttmálinn verður samþykktur fyrir ellefu annað kvöld. Því væri það lykilatriði að þingið samþykkti sáttmálann. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum eru líklegari en áður til að greiða atkvæði með sáttmálanum sér í lagi ef að May stígur til hliðar. Þrátt fyrir það er útlitið ekki gott fyrir May þar sem norður-írski sambandsflokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn sáttmálanum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45
Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28