Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2019 21:30 Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli og öðrum flugvöllum á landsbyggðinni geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. Á Norðurlandi hefur verið ágætur gangur í ferðaþjónustunni líkt og víða um land undanfarin ár og því ekki óvarlegt að áætla að þar muni áhrifa falls WOW air einnig gæta. „Við vitum það að það eru einhverjir ferðaþjónustaðilar núna að aðstoða farþega sem hafa lent í vandræðum út af þessu. Einhverjar afbókanir hafa borist, það er ekki mikið,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans 66N sem hefur það að meginmarkmiði að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Norðurlands. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fréttastofa hefur rætt við eru þó sammála um það að til langs tíma séu horfurnar ágætar, þrátt fyrir óvissu til skamms tíma. Þá kalla þeir einnig eftir því að yfirvöld setji sem fyrst fjármagn í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem alþjóðaflugvallar.Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóriu Flugklasans Air 66NVísir/Tryggvi„Ég myndi segja að það sé alltaf sterkara fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hafa fleiri gáttir inn í landið. Það eru bara fleiri körfur fyrir eggin okkar sem ferðaþjónustan er,“ segir Hjalti Páll. Alþjóðaflug um flugvöllinn hefur aukist með tilkomu bresku ferðaskrifstofunnar Super Break auk þess sem að von er á beinu flugi frá Hollandi. Flugstöðin ræður þó varla við það þegar 200 sæta þota mætir á svæðið. „Eins og staðan er núna er aðstaðan sprungin fyrir það sem við höfum. Öll aukning er bara mjög erfið og það er það sem þrengir mest að er akkúrat flugstöðin sjálf. Það er mjög erfitt eða nánast ómögulegt að taka inn millilandaflug á sama tíma og hér er innanlandsflug,“ segir Hjalti Páll. Hafa farþegar meðal annars þurft að fara í vegabréfaeftirlit í hollum á meðan aðrir farþegar bíða í flugvélinni. Hjalti segir að áfram verði þrýst á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í flugvölllinn, það geti skilað sér þegar áföll dynja yfir. „Hins vegar þegar við lítum heildrænt á þessa stöðu þá er það mikilvægt til framtíðar að við hugsum um út í það að fjölga gáttunum, þá dreifum við ferðamönnunum betur og þá erum við betur í stakk búin til að taka við áföllum.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli og öðrum flugvöllum á landsbyggðinni geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. Á Norðurlandi hefur verið ágætur gangur í ferðaþjónustunni líkt og víða um land undanfarin ár og því ekki óvarlegt að áætla að þar muni áhrifa falls WOW air einnig gæta. „Við vitum það að það eru einhverjir ferðaþjónustaðilar núna að aðstoða farþega sem hafa lent í vandræðum út af þessu. Einhverjar afbókanir hafa borist, það er ekki mikið,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans 66N sem hefur það að meginmarkmiði að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Norðurlands. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fréttastofa hefur rætt við eru þó sammála um það að til langs tíma séu horfurnar ágætar, þrátt fyrir óvissu til skamms tíma. Þá kalla þeir einnig eftir því að yfirvöld setji sem fyrst fjármagn í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem alþjóðaflugvallar.Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóriu Flugklasans Air 66NVísir/Tryggvi„Ég myndi segja að það sé alltaf sterkara fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hafa fleiri gáttir inn í landið. Það eru bara fleiri körfur fyrir eggin okkar sem ferðaþjónustan er,“ segir Hjalti Páll. Alþjóðaflug um flugvöllinn hefur aukist með tilkomu bresku ferðaskrifstofunnar Super Break auk þess sem að von er á beinu flugi frá Hollandi. Flugstöðin ræður þó varla við það þegar 200 sæta þota mætir á svæðið. „Eins og staðan er núna er aðstaðan sprungin fyrir það sem við höfum. Öll aukning er bara mjög erfið og það er það sem þrengir mest að er akkúrat flugstöðin sjálf. Það er mjög erfitt eða nánast ómögulegt að taka inn millilandaflug á sama tíma og hér er innanlandsflug,“ segir Hjalti Páll. Hafa farþegar meðal annars þurft að fara í vegabréfaeftirlit í hollum á meðan aðrir farþegar bíða í flugvélinni. Hjalti segir að áfram verði þrýst á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í flugvölllinn, það geti skilað sér þegar áföll dynja yfir. „Hins vegar þegar við lítum heildrænt á þessa stöðu þá er það mikilvægt til framtíðar að við hugsum um út í það að fjölga gáttunum, þá dreifum við ferðamönnunum betur og þá erum við betur í stakk búin til að taka við áföllum.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00
800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30