Erlent

Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada

Sylvía Hall skrifar
Flugvélin missti samband við flugturn sex mínútum eftir flugtak.
Flugvélin missti samband við flugturn sex mínútum eftir flugtak. Wikipedia
Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí.Flug ET302 tók á loft klukkan 8:38 í morgun og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44 og hrapaði við borgina Bishoftu sem staðsett er suðaustur af Addis Ababa.

Forstjóri flugfélagsins, Tewolde GebreMariam, sagði í samtali við fréttamenn á blaðamannafundi sem haldinn var í dag að flugstjórinn hafði tilkynnt um tæknilega örðugleika og beðið um að snúa aftur til flugvallarins í Addis Ababa. Þá sagði GebreMariam að flugstjórinn væri fyrirmyndar flugmaður með meira en átta þúsund flugtíma að baki.Farþegar vélarinnar voru frá 35 ríkjum samkvæmt CNN og voru flestir hinna látnu frá Kenía og Kanda. 32 kenískir ríkisborgarar voru um borð og átján kanadískir. Þá voru níu farþegar frá Eþíópíu, átta frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Kína og sjö breskir ríkisborgarar. Þrír Svíar og einn Norðmaður voru einnig um borð.Eþíópíska ríkisstjórnin hefur vottað aðstandendum hinna látnu samúð sína í tilkynningu sem skrifstofa forsætisráðherrans birti á Twitter.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.