Enski boltinn

Sarri: Wolves vildi ekki spila fótbolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Líflegur Sarri í gær.
Líflegur Sarri í gær. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að Wolves hafi ekki haft áhuga á því að spila fótbolta er liðin gerðu 1-1 jafntefli í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Eden Hazard bjargaði Chelsea í uppbótartíma í gær er hann jafnaði metin en Raul Jimenez hafði komið Wolves yfir í fyrri hálfleik. Það var eina skot Wolves í öllum leiknum.

„Við vorum óheppnir því við fengum á okkur mark í fyrsta skipti sem þeir komust inn í teiginn. Aftur á móti þurftum við að spila hraðar. Við verðum að spila á einu til tveimur snertingum en ekki fimm til sex,“

„Við verðum að spila betur gegn liðum sem vilja ekki spila fótbolta. Þeir vildu ekki spila en þetta var ekki nóg. Við vildum gera betur og hreyfa okkur betur því það er erfitt að spila gegn tíu leikmönnum á síðustu 25 metrunum af vellinum.“

Jorginho var skipt af velli á 72. mínútu og stuðningsmenn Chelsea fögnuði þeirri skiptingu en Sarri segir að það hafi verið erfitt fyrir Jorginho að spila í dag því aðrir leikmenn hreyfðu sig lítið.

„Ég er stjórinn fyrir leikmennina og ekki stuðningsmennina. Það er erfitt fyrir Jorginho að spila boltanum er aðrir leikmenn hreyfa sig ekki. Hann er góður að spila á einni snertingu en í dag var það ekki hægt,“ sagði pirraður Sarri.


Tengdar fréttir

Hazard bjargaði stigi fyrir Chelsea

Wolves virtist ætla að vinna Chelsea í annað sinn á tímabilinu en Eden Hazard kom bikarmeisturunum til bjargar á elleftu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×