Enski boltinn

Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur fagnað ellefu mörkum á tímabilinu.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur fagnað ellefu mörkum á tímabilinu. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, er einn sá atkvæðamesti í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að því að skapa mörk í deildinni ef horft er til leikmanna sem spila ekki með einu af sex bestu liðunum.

Gylfi er búinn að skora ellefu mörk á tímabilinu og er markahæstur í liði Everton en þá er hann einnig búinn að gefa þrjár stoðsendingar og koma þannig að fjórtán mörkum með beinum hætti.

Hann er í fjórða sæti á listanum yfir hæsta framlagið af leikmönnum utan við topp sex liðin en spænski Úlfurinn Raúl Jiménez er búinn að koma með beinum hætti að 18 mörkum fyrir Wolves á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.



Bournemouth-mennirnir Callum Wilson (17 mörk) og Ryan Fraser (16 mörk) eru í öðru og þriðja sæti en svo kemur Gylfi á þessum lista yfir þá sem skapa mest fyrir sín lið fyrir utan þau sex efstu.

Eins og kom fram í síðustu viku er Gylfi Þór næst besti leikmaðurinn fyrir utan efstu sex liðin samkvæmt leikmannnastyrkleikalista Sky Sports en aðeins Felipe Anderson hjá West Ham hefur safnað fleiri stigum þar.

Hann var samt sem áður ekki á lista Four Four Two yfir bestu leikmennina sem ekki spila með sex efstu liðunum en á þeim lista voru tveir samherjar hans; Lucas Digne og Richarlison.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×