Liverpool og Arsenal hafa bætt sig mest frá því í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 16:00 Sadio Mane fagnar öðru marka sinna í gær. Getty/Michael Regan Liverpool og Arsenal eru bæði með mun fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni eftir 30 leiki í ár en á sama tíma í fyrra. Þegar stigafjöldi liðanna eftir 30 leiki 2017-18 og 2018-19 er borinn saman kemur ýmislegt í ljós. Liverpool hefur 13 fleiri stig í ár en 2017-18 tímabilið sem er aukning upp á 21,7 prósent. Liverpool liðið er einu stigi á eftir toppliði Manchester City."Our message for today is that nobody gets rid of us if we play as we played today, because we had the perfect mixture of fighting the opponent, fighting the circumstances and playing football. That was really good, I liked it." The boss on #LIVBURhttps://t.co/tDH1yg9AAb — Liverpool FC (@LFC) March 10, 2019Arsenal hefur 12 fleiri stig í ár en 2017-18 tímabilið sem er aukning upp á 25.0 prósent. Arsenal vann Manchester United um helgina og styrkti sig um leið í fjórða sæti deildarinnar. West Ham (9 fleiri stig), Watford (7 fleiri stig) og Crystal Palace (6 fleiri stig) eru líka með mun betri árangur í ár.Tunnel vibes #ARSMUNpic.twitter.com/Fnw4WNx16S — Arsenal FC (@Arsenal) March 10, 2019Hlutfallslega er mesta aukningin hjá West Ham en hún er upp á 30.0 pðrósent. Liðið er með 39 stig í ár en var með 30 stig í fyrra. Crystal Palace hefur hækkað sig um 22,2 prósent en hækkun Watford er upp á 19,4 prósent. Manchester City og Manchester United eru bæði með sjö færri stig en á síðasta tímabili en mesta hrunið er hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley sem eru með þrettán færri stig á þessu tímabili en 2017-18. Það er 30,2 prósent fækkun stiga. Manchester City er með 8,6 prósent færri stig í ár en í fyrra. Það breytir því þó ekki að liðið er í efsta sæti deildarinnar eins og fyrir ári síðan. Yfirburðir Manchester City 2017-18 voru það miklir. Tottenham og Everton eru aftur á móti með nákvæmlega sama stigafjölda í dag og þeir voru með á sama tíma fyrir ári síðan. 61 stig hjá Tottenham og 37 stig hjá Everton. Öll önnur lið deildarinnar hafa annaðhvort fleiri eða færri stig. Nick Harris tók þetta saman og birti á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Year-on-year performance changes in the Premier League pic.twitter.com/mCZdaMWXGM — Nick Harris (@sportingintel) March 10, 2019 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Liverpool og Arsenal eru bæði með mun fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni eftir 30 leiki í ár en á sama tíma í fyrra. Þegar stigafjöldi liðanna eftir 30 leiki 2017-18 og 2018-19 er borinn saman kemur ýmislegt í ljós. Liverpool hefur 13 fleiri stig í ár en 2017-18 tímabilið sem er aukning upp á 21,7 prósent. Liverpool liðið er einu stigi á eftir toppliði Manchester City."Our message for today is that nobody gets rid of us if we play as we played today, because we had the perfect mixture of fighting the opponent, fighting the circumstances and playing football. That was really good, I liked it." The boss on #LIVBURhttps://t.co/tDH1yg9AAb — Liverpool FC (@LFC) March 10, 2019Arsenal hefur 12 fleiri stig í ár en 2017-18 tímabilið sem er aukning upp á 25.0 prósent. Arsenal vann Manchester United um helgina og styrkti sig um leið í fjórða sæti deildarinnar. West Ham (9 fleiri stig), Watford (7 fleiri stig) og Crystal Palace (6 fleiri stig) eru líka með mun betri árangur í ár.Tunnel vibes #ARSMUNpic.twitter.com/Fnw4WNx16S — Arsenal FC (@Arsenal) March 10, 2019Hlutfallslega er mesta aukningin hjá West Ham en hún er upp á 30.0 pðrósent. Liðið er með 39 stig í ár en var með 30 stig í fyrra. Crystal Palace hefur hækkað sig um 22,2 prósent en hækkun Watford er upp á 19,4 prósent. Manchester City og Manchester United eru bæði með sjö færri stig en á síðasta tímabili en mesta hrunið er hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley sem eru með þrettán færri stig á þessu tímabili en 2017-18. Það er 30,2 prósent fækkun stiga. Manchester City er með 8,6 prósent færri stig í ár en í fyrra. Það breytir því þó ekki að liðið er í efsta sæti deildarinnar eins og fyrir ári síðan. Yfirburðir Manchester City 2017-18 voru það miklir. Tottenham og Everton eru aftur á móti með nákvæmlega sama stigafjölda í dag og þeir voru með á sama tíma fyrir ári síðan. 61 stig hjá Tottenham og 37 stig hjá Everton. Öll önnur lið deildarinnar hafa annaðhvort fleiri eða færri stig. Nick Harris tók þetta saman og birti á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Year-on-year performance changes in the Premier League pic.twitter.com/mCZdaMWXGM — Nick Harris (@sportingintel) March 10, 2019
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira