Innlent

Fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Hafnarfjarðarvegi.
Frá vettvangi á Hafnarfjarðarvegi. Vísir/Vésteinn
Fjögurra bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Engin slys urðu á fólki, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkrabíll og dælubíll voru sendir á staðinn. Varðstjóri hjá slökkviliðinu vissi ekki hvort draga þyrfti bíla af vettvangi en gerði ráð fyrir einhverjum umferðartöfum vegna óhappsins.

Dælubíll var sendur á vettvang.Vísir/Vésteinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×