Enski boltinn

Liverpool væri með fimm stiga forystu ef allir dómar hefðu verið réttir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, kvartar við Andre Marriner dómara.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, kvartar við Andre Marriner dómara. Getty/Shaun Botterill
Aðeins eitt stig skilur að Manchester City og Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það gæti svo farið að eitt til tvö atriði geti ráðið úrslitum um hvort liðið verður enskur meistari í vor.

Bæði liðin unnu sína leiki um síðustu helgi en þá rangur dómur með Manchester City og á móti Liverpool. City braut ísinn og komst í 1-0 á ólöglegu marki í sínum leik og Liverpool lenti 1-0 undir á ólöglegu marki mótherjanna. Liverpool tókst þó að koma til baka og minnka forskot Manchester City aftur í eitt stig.

Fólkið á GiveMeSport síðunni vildi í kjölfarið á leikjum helgarinnar kanna það hvort að vitlausir dómar hafi hjálpað eða komið niður á liðunum tveimur í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.  

Það er niðurstaða þessarar ópinberu og óformlegu rannsókn þeirra að Liverpool hafi misst fimm stig vegna rangra dóma í vetur og að Manchester City sé með einu stigi meira en það ætti að vera með hefðu allir dómar verið réttir.



Þetta þýðir sex stiga sveiflu. Í stað þess að Manchester City væri með eins stig forystu, 74-73, eins og staðan er í dag þá ætti staðan í raun að vera 78-73 fyrir Liverpool þegar átta leikir eru eftir.

Samkvæmt úttekt GiveMeSport þá átti Liverpool þannig að vinna leiki á móti Manchester City (2-1 tap) og Leicester City (1-1 jafntefli) hefðu dómar verið réttir. Manchester City hefði líka átt að vinna jafnteflisleik á móti Úlfunum á sömu forsendum.

Með því að smella hér má finna rökin fyrir því af hverju Liverpool ætti að vera með 78 stig í dag en Manchester City aðeins 73.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×