Tveir af þremur sérfræðingum Sky Sports spá City titlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2019 10:00 Endaspretturinn verður erfiður fyrir Ole Gunnar. vísir/getty Endaspretturinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer á fullt um helgina og svo almennilega eftir landsleikjafríið en spennan er mikil bæði um Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildarsætin. Sky Sports fékk þrjá af sínum helstu sérfræðingum til að spá í spilin hjá efstu sex liðunum og raða þeim niður frá 1-6. Þar kom í ljós að tveir af þremur spá City Englandsmeistaratitlinum og allir eru sammála um að Manchester United nær Meistaradeildarsæti. Sérfræðingarnir eru þeir Matt Le Tissier, Charlie Nicholas og Phil Thompson en allir eru fastagestir í hinum gríðarlega vinsæla þætti Soccer Saturday þar sem að þeir horfa á sjónvarpið og lýsa mörkunum í leikjunum klukkan 15.00 alla laugardaga. Le Tissier er á því að City verði meistari og spáir Liverpool, Tottenham og Manchester United í efstu fjórum en að Arsenal og Chelsea missi af Meistaradeildarsæti.Gleðin verður í Manchester í maí að mati sérfræðinganna.vísir/Getty„Það er erfiðast að spá í fjórða sætið þessa stundina þar sem að Chelsea á leik til góða en ég verð að veðja á Manchester United,“ segir Southampton-goðsögnin. Charlie Nicholas hefur bullandi trú á sínum gömlu félögum í Arsenal sem hann spáir þriðja sætinu en hann er á því að City verði Englandsmeistari og United haldi fjórða sætinu. „Arsenal á léttustu dagskránna það sem eftir er þannig ég giska á að það endi í þriðja. Tottenham er í frjálsu fjalli þessa stundina en ég býst við að United komi sterkt til baka eftir tapið gegn Arsenal og klári fjórða sætið,“ segir Nicholas. Liverpool-goðsögnin Phil Thompson spáir svo sínum mönnum Englandsmeistaratitlinum og City öðru sæti en hann hefur trú á því að Tottenham haldi þriðja sætinu og United endi í fjórða. „Chelsea er brothætt þessa dagana. Það er eitthvað í ólagi þar. United nær fjórða sætin út af Solskjær. Hann mun gera nóg til að klára það,“ segir Phil Thompson. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Endaspretturinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer á fullt um helgina og svo almennilega eftir landsleikjafríið en spennan er mikil bæði um Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildarsætin. Sky Sports fékk þrjá af sínum helstu sérfræðingum til að spá í spilin hjá efstu sex liðunum og raða þeim niður frá 1-6. Þar kom í ljós að tveir af þremur spá City Englandsmeistaratitlinum og allir eru sammála um að Manchester United nær Meistaradeildarsæti. Sérfræðingarnir eru þeir Matt Le Tissier, Charlie Nicholas og Phil Thompson en allir eru fastagestir í hinum gríðarlega vinsæla þætti Soccer Saturday þar sem að þeir horfa á sjónvarpið og lýsa mörkunum í leikjunum klukkan 15.00 alla laugardaga. Le Tissier er á því að City verði meistari og spáir Liverpool, Tottenham og Manchester United í efstu fjórum en að Arsenal og Chelsea missi af Meistaradeildarsæti.Gleðin verður í Manchester í maí að mati sérfræðinganna.vísir/Getty„Það er erfiðast að spá í fjórða sætið þessa stundina þar sem að Chelsea á leik til góða en ég verð að veðja á Manchester United,“ segir Southampton-goðsögnin. Charlie Nicholas hefur bullandi trú á sínum gömlu félögum í Arsenal sem hann spáir þriðja sætinu en hann er á því að City verði Englandsmeistari og United haldi fjórða sætinu. „Arsenal á léttustu dagskránna það sem eftir er þannig ég giska á að það endi í þriðja. Tottenham er í frjálsu fjalli þessa stundina en ég býst við að United komi sterkt til baka eftir tapið gegn Arsenal og klári fjórða sætið,“ segir Nicholas. Liverpool-goðsögnin Phil Thompson spáir svo sínum mönnum Englandsmeistaratitlinum og City öðru sæti en hann hefur trú á því að Tottenham haldi þriðja sætinu og United endi í fjórða. „Chelsea er brothætt þessa dagana. Það er eitthvað í ólagi þar. United nær fjórða sætin út af Solskjær. Hann mun gera nóg til að klára það,“ segir Phil Thompson.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira