Birkir um Aston Villa: Kom ekki til greina að fara í janúar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 12:30 Það er óhætt að segja að síðustu vikur hafi verið erfiðar hjá Birkir Bjarnasyni í Aston Villa, sem leikur í ensku B-deildinni. Birkir hefur spilað aðeins sex mínútur í deildinni síðan 19. janúar. Birkir er nú kominn til Peralada á Spáni þar sem hann undirbýr sig nú ásamt íslenska landsliðinu fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM 2020. „Mér líður mjög vel hjá Aston Villa,“ segir Birkir fyrst og fremst um dvöl sína hjá félaginu, en þar hefur hann verið síðan hann var keyptur frá Basel í janúar 2017. „Ég er þó alls ekki sáttur með að hafa spilað svona lítið síðustu mánuði. Svona er þetta. Ég verð að halda áfram og reyna mitt besta, vona að ég fái fleiri tækifæri.“ Hann segir að það hafi ekki komið til tals að hann færi frá Aston Villa þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. „Ekki eins og staðan er núna. En við sjáum til hvað gerist, eftir þetta tímabil á ég eitt ár eftir af samningi mínum. Mér líður hjá vel hjá félaginu og vonandi fæ ég aftur tækifæri.“ Aston Villa er í sjötta sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. „Við erum að ná að festa okkur í sessi í umspilssæti og ég ætla að gera allt sem ég get þessa síðustu tvo mánuði tímbilsins til að halda mér í formi og hjálpa liðinu. Svo sjáum við til hvað gerist í sumar.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Það er óhætt að segja að síðustu vikur hafi verið erfiðar hjá Birkir Bjarnasyni í Aston Villa, sem leikur í ensku B-deildinni. Birkir hefur spilað aðeins sex mínútur í deildinni síðan 19. janúar. Birkir er nú kominn til Peralada á Spáni þar sem hann undirbýr sig nú ásamt íslenska landsliðinu fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM 2020. „Mér líður mjög vel hjá Aston Villa,“ segir Birkir fyrst og fremst um dvöl sína hjá félaginu, en þar hefur hann verið síðan hann var keyptur frá Basel í janúar 2017. „Ég er þó alls ekki sáttur með að hafa spilað svona lítið síðustu mánuði. Svona er þetta. Ég verð að halda áfram og reyna mitt besta, vona að ég fái fleiri tækifæri.“ Hann segir að það hafi ekki komið til tals að hann færi frá Aston Villa þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. „Ekki eins og staðan er núna. En við sjáum til hvað gerist, eftir þetta tímabil á ég eitt ár eftir af samningi mínum. Mér líður hjá vel hjá félaginu og vonandi fæ ég aftur tækifæri.“ Aston Villa er í sjötta sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. „Við erum að ná að festa okkur í sessi í umspilssæti og ég ætla að gera allt sem ég get þessa síðustu tvo mánuði tímbilsins til að halda mér í formi og hjálpa liðinu. Svo sjáum við til hvað gerist í sumar.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00