Leggja drög að verkfallsaðgerðum 20.000 félagsmanna í dag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 11:10 Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS (til hægri) segir að það kæmi honum ekki á óvart ef félagsmenn myndu samþykkja allsherjarverkföll. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15