Innlent

Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsa­kynnum sátta­semjara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundi hjá sáttasemjara í morgun.
Frá fundi hjá sáttasemjara í morgun. vísir/vilhelm
Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Sextán aðildarfélög SGS eiga í viðræðum við SA hjá sáttasemjara. Fyrir helgi hótaði SGS að slíta viðræðunum ef ekkert nýtt kæmi frá Samtökum atvinnulífsins nú eftir helgina en Starfsgreinasambandið vísaði deilunni til sáttasemjara fyrir tæpum mánuði. Þá höfðu félögin átt í viðræðum síðan í október á síðasta ári og höfðu þá átt alls 110 fundi.

SGS og SA hafa fundað stíft síðustu vikur hjá ríkissáttasemjara en á föstudaginn sendi SGS frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars:

„Forsendur viðræðna hafa verið umræða um nýja launatöflu, styttingu vinnuvikunnar, samræmingu á vinnumarkaði og fleiri atriði.

Í viðræðum undanfarinna vikna hefur ýmislegt áunnist, annað þokast í rétta átt og sumt er óleyst og því virðist ekki vera lengra komist að sinni. Sú vinna sem hefur verið unnin er þó gagnleg og nýtist vonandi  framhaldinu.

Samninganefnd SGS samþykkir að komi ekki nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins á næstu dögum hafi viðræðunefndin fulla heimild til lýsa yfir árangurslausum viðræðum þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara og slíta viðræðum.“

Miðað við þetta ætti því að koma í ljós í dag hvort að viðræðum sambandsins við SA verði haldið áfram.


Tengdar fréttir

Öruggt að SGS slíti viðræðum ef ekkert gerist um helgina

Sextán aðildarfélög Starfsgreinasambandsins ætla að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef atvinnurekendur leggja ekkert nýtt fram í viðræðum þeirra um helgina. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir samningaviðræður steyta á ágreiningi um vinnutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×