SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. mars 2019 06:15 Sextán félög eru í samfloti SGS sem sleit kjaraviðræðum við SA í gær. Fréttablaðið/Ernir „Starfsgreinasambandið lýsti því yfir á þessum fundi að við mætum það svo að viðræðurnar væru árangurslausar og við slitum þeim. Í framhaldinu mun svo aðgerðahópur okkar koma saman til að teikna upp aðgerðir okkar félaga,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. SGS og Samtök atvinnulífsins hafa fundað á vettvangi ríkissáttasemjara frá því að deilunni var vísað þangað þann 21. febrúar síðastliðinn. Samninganefnd SGS samþykkti fyrir helgi að slíta viðræðum ef ekkert nýtt kæmi fram frá SA. Flosi staðfestir að engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafi komið frá SA, hvorki um helgina né á samningafundinum. Aðgerðahópur SGS mun funda í dag og verða tillögur kynntar fyrir samninganefnd í næstu viku. Hvert félag innan SGS þarf svo að boða til verkfalls og fá það samþykkt á sínu félagssvæði. „Það er auðvitað aldrei loku fyrir það skotið að Samtök atvinnulífsins spili einhverju út eða eitthvað breytist þannig að kjaraviðræður komist aftur í gang. Ef ekkert gerist í þessu efni þá munum við væntanlega boða til verkfalla,“ segir Flosi. Fram hefur komið að eitt af því sem SGS sé ósátt við í viðræðunum séu hugmyndir SA um breytt vinnutímafyrirkomulag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir erfitt að taka einhvern einn þátt út fyrir sviga. „Þetta er allt samhangandi og við erum búin að ná mjög mörgu saman en því miður tókst ekki að ná þessu öllu saman eins og við höfðum gert okkur vonir um. Það breytir því ekkert að það er búið að leggja grunninn að kjarasamningi til framtíðar,“ segir Halldór. Sú vinna liggi fyrir og muni nýtast í framhaldinu. „Þannig getum við tekið upp þráðinn með skömmum fyrirvara á nýjan leik ef réttar aðstæður myndast.“ Boða þarf til fundar hjá ríkissáttasemjara í vikunni í deilu SA og Eflingar, VR, VLFA og VLFG. Að óbreyttu brestur á sólarhringsverkfall á föstudaginn meðal félagsmanna Eflingar og VR sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. „Við þurfum að hittast og reyna að höggva á þennan gordíonshnút með það að markmiði að koma í veg fyrir að þetta verkfall verði að veruleika. Þetta er mjög alvarlegt verkfall og umfangsmeira en síðasta verkfall. Þetta mun valda miklu fjárhagslegu tjóni,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
„Starfsgreinasambandið lýsti því yfir á þessum fundi að við mætum það svo að viðræðurnar væru árangurslausar og við slitum þeim. Í framhaldinu mun svo aðgerðahópur okkar koma saman til að teikna upp aðgerðir okkar félaga,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. SGS og Samtök atvinnulífsins hafa fundað á vettvangi ríkissáttasemjara frá því að deilunni var vísað þangað þann 21. febrúar síðastliðinn. Samninganefnd SGS samþykkti fyrir helgi að slíta viðræðum ef ekkert nýtt kæmi fram frá SA. Flosi staðfestir að engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafi komið frá SA, hvorki um helgina né á samningafundinum. Aðgerðahópur SGS mun funda í dag og verða tillögur kynntar fyrir samninganefnd í næstu viku. Hvert félag innan SGS þarf svo að boða til verkfalls og fá það samþykkt á sínu félagssvæði. „Það er auðvitað aldrei loku fyrir það skotið að Samtök atvinnulífsins spili einhverju út eða eitthvað breytist þannig að kjaraviðræður komist aftur í gang. Ef ekkert gerist í þessu efni þá munum við væntanlega boða til verkfalla,“ segir Flosi. Fram hefur komið að eitt af því sem SGS sé ósátt við í viðræðunum séu hugmyndir SA um breytt vinnutímafyrirkomulag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir erfitt að taka einhvern einn þátt út fyrir sviga. „Þetta er allt samhangandi og við erum búin að ná mjög mörgu saman en því miður tókst ekki að ná þessu öllu saman eins og við höfðum gert okkur vonir um. Það breytir því ekkert að það er búið að leggja grunninn að kjarasamningi til framtíðar,“ segir Halldór. Sú vinna liggi fyrir og muni nýtast í framhaldinu. „Þannig getum við tekið upp þráðinn með skömmum fyrirvara á nýjan leik ef réttar aðstæður myndast.“ Boða þarf til fundar hjá ríkissáttasemjara í vikunni í deilu SA og Eflingar, VR, VLFA og VLFG. Að óbreyttu brestur á sólarhringsverkfall á föstudaginn meðal félagsmanna Eflingar og VR sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. „Við þurfum að hittast og reyna að höggva á þennan gordíonshnút með það að markmiði að koma í veg fyrir að þetta verkfall verði að veruleika. Þetta er mjög alvarlegt verkfall og umfangsmeira en síðasta verkfall. Þetta mun valda miklu fjárhagslegu tjóni,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45
Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27