SGS hefur slitið viðræðum við SA Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2019 11:45 Björn Snæbjörnsson er formaður SGS. vísir/vilhelm Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27