Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 16:22 Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31