Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 13:00 Styttan af Jóni Sigurðssyni hlaðin skiltum á Austurvelli í gær. Vísir/vilhelm Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. Sagnfræðingur bendir á að slíkt sé engin nýlunda en ýmsir hópar, allt frá gamla Alþýðuflokknum til nasistahreyfingarinnar, hafa notfært sér ímynd Jóns í málflutningi og mótmælum frá því snemma á 20. öld. Hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt á Austurvelli síðustu daga en tilkynntu um það í gær að þeir þyrftu frá að hverfa. Það vakti svo töluverða athygli, þennan síðasta dag mótmælanna, þegar mótmælendur settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Á skiltinu stóð „I‘m surrounded by marvelous people“ á ensku, eða „ég er umkringdur stórkostlegu fólki“ upp á íslensku.„Ótrúleg ósvífni“ og „til háborinnar skammar“ Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti mynd af styttunni með skiltið á Facebook í gær og sagði útganginn á henni „til háborinnar skammar“. Þá lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, málinu sem „ótrúlegri ósvífni og ögrun“ og sagði það „óþolandi að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli […]“.Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019 Aðrir bentu þó á að það væri engin nýlunda að Jón Sigurðsson væri notaður í mótmælum á Austurvelli. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar spurði í færslu á Facebook í gær hvort að gagnrýni þingmannanna skrifaðist ef til vill á það hverjir, þ.e. hælisleitendur, standi að mótmælunum. „Það er ekki móðgun við arfleifð okkar sem þjóðar þótt Jón fái tímabundið hlutverk í slíkum mótmælum. Austurvöllur og styttan af Jóni er táknmynd sjálfstæðis- og frelsisbaráttu okkar sem þjóðar. Það er ágætt að muna að rétturinn til að mótmæla er grundvallarréttur sem tryggður er, m.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem við ræðum nú í þinginu af öðrum ástæðum. Við eigum alltaf að virða rétt allra til þess, óháð uppruna, kynþætti eða öðru,“ skrifaði Þorsteinn.Vafinn álpappír og klæddur bleiku Páll Björnsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Jón forseti allur? sem kom út árið 2011. Í bókinni fer Páll yfir það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar með fjölbreyttum hætti frá andláti hans árið 1879, m.a. með minnismerkjum, minjagripum og í pólitískum deilum.Baráttusamtökin Neyðarstjórn kvenna klæddu Jón Sigurðsson í bleikt haustið 2008. Konurnar mótmæltu á Austurvelli í kjölfar efnahagshrunsins og kröfðust aukinnar þátttöku kvenna í samfélaginu.Fréttablaðið/DaníelPáll tekur undir það sem áður hefur komið fram, þ.e. að það sé ekkert nýtt að fólk notfæri sér táknmynd Jóns forseta við mótmæli ýmiss konar. „Þetta eru orðnir einhverjir áratugir. Menn byrjuðu strax að vera með mótmæli við styttuna og það var strax þegar hún stóð við Stjórnarráðið. Þarna upp úr 1930 var hún flutt á Austurvöll. Til dæmis í mótmælunum í sambandi við fánamálið 1913 þá notuðu menn styttuna, voru með fána alveg við hana og í kringum hana. Svo eru menn alltaf með mótmælafundi við styttuna eftir að hún kemur á Austurvöll og eru þá með fánaborgir og annað við hana,“ segir Páll. „Til dæmis árið 1985 þá eru nemendur, framhaldsskólanemar, að mótmæla við styttuna og setja skólatösku upp á hana í fánalitunum og láta þá Jón tala fyrir sig. Það var 2002 sem hann var klæddur í álpappír gegn stóriðju og það var Neyðarstjórn kvenna sem klæddi hann í bleikt, það hefur verið haustið 2008. Og svo hafa menn verið að breyta styttunni með Photoshop, láta styttuna fella tár og hann hefur verið látinn vera í hjólastól. En það gera menn náttúrulega í blaðaauglýsingum og slíku.“Vilja meina að Jón væri í sínum flokki Þannig hafi Jón strax orðið að tákni snemma á 20. öld og fjölmargir mismunandi hópar notfært sér hann, bæði í mótmælum og í málflutningi. Í því samhengi hafi stjórnmálamenn gjarnan litið svo á að væri Jón enn á lífi, væri hann í þeirra flokki.Styttan á Austurvelli er ekki eina minnismerkið um Jón Sigurðsson sem notað hefur verið í pólitískum tilgangi. Kommúnistar sneru styttunni til veggjar eftir að stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu var samþykkt.Skjáskot/Timarit.is„Menn hafa verið með málflutning þar sem talað er jákvætt um Jón og lofsamað hann. Og litið svo á sjálfa sig sem eftirmenn hans, að Jón sé svona sporgöngumaður, og að viðkomandi sé að halda uppi fána hans. Þá skiptir það ekki máli hvort það hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, eða gamla Alþýðuflokknum, Sósíalistaflokknum eða jafnvel nasistahreyfingunni árin á milli stríða.“ Aðspurður segist Páll ekki hafa fjallað sérstaklega um gagnrýni í garð þeirra sem hafa notfært sér styttuna af Jóni á Austurvelli, og ímynd hans í öðrum myndum, í mótmælaskyni. Vel geti þó verið að eitthvað hafi verið um slíkt í gegnum tíðina líkt og nú. Alþingi Hælisleitendur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. Sagnfræðingur bendir á að slíkt sé engin nýlunda en ýmsir hópar, allt frá gamla Alþýðuflokknum til nasistahreyfingarinnar, hafa notfært sér ímynd Jóns í málflutningi og mótmælum frá því snemma á 20. öld. Hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt á Austurvelli síðustu daga en tilkynntu um það í gær að þeir þyrftu frá að hverfa. Það vakti svo töluverða athygli, þennan síðasta dag mótmælanna, þegar mótmælendur settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Á skiltinu stóð „I‘m surrounded by marvelous people“ á ensku, eða „ég er umkringdur stórkostlegu fólki“ upp á íslensku.„Ótrúleg ósvífni“ og „til háborinnar skammar“ Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti mynd af styttunni með skiltið á Facebook í gær og sagði útganginn á henni „til háborinnar skammar“. Þá lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, málinu sem „ótrúlegri ósvífni og ögrun“ og sagði það „óþolandi að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli […]“.Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019 Aðrir bentu þó á að það væri engin nýlunda að Jón Sigurðsson væri notaður í mótmælum á Austurvelli. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar spurði í færslu á Facebook í gær hvort að gagnrýni þingmannanna skrifaðist ef til vill á það hverjir, þ.e. hælisleitendur, standi að mótmælunum. „Það er ekki móðgun við arfleifð okkar sem þjóðar þótt Jón fái tímabundið hlutverk í slíkum mótmælum. Austurvöllur og styttan af Jóni er táknmynd sjálfstæðis- og frelsisbaráttu okkar sem þjóðar. Það er ágætt að muna að rétturinn til að mótmæla er grundvallarréttur sem tryggður er, m.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem við ræðum nú í þinginu af öðrum ástæðum. Við eigum alltaf að virða rétt allra til þess, óháð uppruna, kynþætti eða öðru,“ skrifaði Þorsteinn.Vafinn álpappír og klæddur bleiku Páll Björnsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Jón forseti allur? sem kom út árið 2011. Í bókinni fer Páll yfir það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar með fjölbreyttum hætti frá andláti hans árið 1879, m.a. með minnismerkjum, minjagripum og í pólitískum deilum.Baráttusamtökin Neyðarstjórn kvenna klæddu Jón Sigurðsson í bleikt haustið 2008. Konurnar mótmæltu á Austurvelli í kjölfar efnahagshrunsins og kröfðust aukinnar þátttöku kvenna í samfélaginu.Fréttablaðið/DaníelPáll tekur undir það sem áður hefur komið fram, þ.e. að það sé ekkert nýtt að fólk notfæri sér táknmynd Jóns forseta við mótmæli ýmiss konar. „Þetta eru orðnir einhverjir áratugir. Menn byrjuðu strax að vera með mótmæli við styttuna og það var strax þegar hún stóð við Stjórnarráðið. Þarna upp úr 1930 var hún flutt á Austurvöll. Til dæmis í mótmælunum í sambandi við fánamálið 1913 þá notuðu menn styttuna, voru með fána alveg við hana og í kringum hana. Svo eru menn alltaf með mótmælafundi við styttuna eftir að hún kemur á Austurvöll og eru þá með fánaborgir og annað við hana,“ segir Páll. „Til dæmis árið 1985 þá eru nemendur, framhaldsskólanemar, að mótmæla við styttuna og setja skólatösku upp á hana í fánalitunum og láta þá Jón tala fyrir sig. Það var 2002 sem hann var klæddur í álpappír gegn stóriðju og það var Neyðarstjórn kvenna sem klæddi hann í bleikt, það hefur verið haustið 2008. Og svo hafa menn verið að breyta styttunni með Photoshop, láta styttuna fella tár og hann hefur verið látinn vera í hjólastól. En það gera menn náttúrulega í blaðaauglýsingum og slíku.“Vilja meina að Jón væri í sínum flokki Þannig hafi Jón strax orðið að tákni snemma á 20. öld og fjölmargir mismunandi hópar notfært sér hann, bæði í mótmælum og í málflutningi. Í því samhengi hafi stjórnmálamenn gjarnan litið svo á að væri Jón enn á lífi, væri hann í þeirra flokki.Styttan á Austurvelli er ekki eina minnismerkið um Jón Sigurðsson sem notað hefur verið í pólitískum tilgangi. Kommúnistar sneru styttunni til veggjar eftir að stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu var samþykkt.Skjáskot/Timarit.is„Menn hafa verið með málflutning þar sem talað er jákvætt um Jón og lofsamað hann. Og litið svo á sjálfa sig sem eftirmenn hans, að Jón sé svona sporgöngumaður, og að viðkomandi sé að halda uppi fána hans. Þá skiptir það ekki máli hvort það hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, eða gamla Alþýðuflokknum, Sósíalistaflokknum eða jafnvel nasistahreyfingunni árin á milli stríða.“ Aðspurður segist Páll ekki hafa fjallað sérstaklega um gagnrýni í garð þeirra sem hafa notfært sér styttuna af Jóni á Austurvelli, og ímynd hans í öðrum myndum, í mótmælaskyni. Vel geti þó verið að eitthvað hafi verið um slíkt í gegnum tíðina líkt og nú.
Alþingi Hælisleitendur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent