Erlent

Katherine Helmond látin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér sést Helmond í hlutverki Monu Robinson í þáttunum Who's the Boss?
Hér sést Helmond í hlutverki Monu Robinson í þáttunum Who's the Boss? Skjáskot
Hollywood-leikkonan Katherine Helmond lést þann 23. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfesti umboðsskrifstofa hennar í dag og sagði andlát hennar hafa stafað af fylgikvillum Alzheimer-hrörnunarsjúkdómsins. Helmond var 89 ára þegar hún lést.

Helmond vann á ferli sínum tvisvar til Emmy-verðlauna, annars vegar fyrir leik sinn í grínþáttunum Who‘s the Boss?, og hins vegar hlutverk sitt í skopþáttunum Soap. Hún átti samtals sjö tilnefningar til verðlaunanna.

Meðal annarra þekktra verka hennar voru þættirnir Everybody Loves Raymond og hin geysivinsæla Pixar-teiknimynd Cars.

David Christian, eiginmaður leikkonunnar gaf í kjölfar fréttanna um andlát Helmond út yfirlýsingu þar sem hann sagði hana hafa verið ástina í lífi hans.

„Ég hef verið með Katherine síðan ég var 19 ára. Kvöldið sem hún lést sá ég að tunglið var nákvæmlega hálft, rétt eins og ég er núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×