Innlent

Leit heldur áfram í dag

Sylvía Hall skrifar
Frá aðgerðum við Ölfusá.
Frá aðgerðum við Ölfusá. Vísir/Jói K.
Áfram verður leitað að Páli Mar Guðjónssyni í Ölfusá í dag. Í gær var lögð áhersla á að nýta daginn í leit með drónum til þess að fá betri yfirsýn yfir leitarsvæðið. Lögreglan birti fyrir skömmu drónamyndir af svæðinu á Facebook-síðu sinni.  

Leitað verður með bátum og gönguhópar munu ganga í bakka við Ölfusá í dag. Leitin í dag verður því umfangsmeiri en leit gærdagsins og munu björgunarsveitir koma af suðvesturhorninu til þess að aðstoða við leitina.

Leitað hefur verið að Páli síðan á mánudag eftir að tilkynning barst um bíl sem hafði farið ofan í ána um klukkan tíu á mánudagskvöld.


Tengdar fréttir

Drónaleit í Ölfusá í dag

Björgunarsveitarmenn munu leita með drónum í Ölfusá í dag en leitað er af Páli Mar Guðjónssyni, sem talið er að hafa ekið í ánna fyrir neðan Hótel Selfoss mánudagskvöldið 25. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×