Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 19:15 Frá aðgerðum í dag. Vísir/Jói K. Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.Páll er talinn hafa ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi en fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út. Umfangsmikil leit hófst aftur í dag en um 100 björgunarsveitarmenn komu að leitinni, sem hefur ekki borið árangur. „Leit er formlega lokið í dag. Það verða sjónpóstar á ánni fram í myrkur og það er búið að skipuleggja leit aftur á morgun. Hún verður ekki jafn umfangsmikil og hún var í dag og svo dregur úr fram að helgi. Svo verður fullur þungi settur í leitina um helgina,“ sagði Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bílar hafa áður farið í ána og hefur hún verið girt af að hluta í grennd við brúna. Engin girðing er þar sem talið er að bílnum hafi verið ekið í ána. Var Garðar Már spurður að því hvort tímabært væri að loka fyrir aðgengi að ánni í bænum. „Það er eitt af því sem við höfum rætt í dag og þarf bara að skoða. Það er ljóst að hún er hættuleg hérna brúnin og þetta er eitthvað sem þarf að vinna með bæjaryfirvöldum,“ sagði Garðar og bætti við slíkt hafi verið rætt óformlega í dag.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranglega sagt að nafn Páls væri Pétur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árborg Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.Páll er talinn hafa ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi en fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út. Umfangsmikil leit hófst aftur í dag en um 100 björgunarsveitarmenn komu að leitinni, sem hefur ekki borið árangur. „Leit er formlega lokið í dag. Það verða sjónpóstar á ánni fram í myrkur og það er búið að skipuleggja leit aftur á morgun. Hún verður ekki jafn umfangsmikil og hún var í dag og svo dregur úr fram að helgi. Svo verður fullur þungi settur í leitina um helgina,“ sagði Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bílar hafa áður farið í ána og hefur hún verið girt af að hluta í grennd við brúna. Engin girðing er þar sem talið er að bílnum hafi verið ekið í ána. Var Garðar Már spurður að því hvort tímabært væri að loka fyrir aðgengi að ánni í bænum. „Það er eitt af því sem við höfum rætt í dag og þarf bara að skoða. Það er ljóst að hún er hættuleg hérna brúnin og þetta er eitthvað sem þarf að vinna með bæjaryfirvöldum,“ sagði Garðar og bætti við slíkt hafi verið rætt óformlega í dag.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranglega sagt að nafn Páls væri Pétur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Árborg Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14
Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21
Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51