Leitað verður með bátum og gönguhópar munu ganga í bakka við Ölfusá í dag. Leitin í dag verður því umfangsmeiri en leit gærdagsins og munu björgunarsveitir koma af suðvesturhorninu til þess að aðstoða við leitina.
Leitað hefur verið að Páli síðan á mánudag eftir að tilkynning barst um bíl sem hafði farið ofan í ána um klukkan tíu á mánudagskvöld.