Erlent

Sagðir brjóta samkomulag

Sveinn Arnarsson skrifar
Endurheimt flugmanns fagnað.
Endurheimt flugmanns fagnað. Nordicphotos/Getty
Bandarísk stjórnvöld reyna nú að komast að því hvort Pakistanar hafi notað bandarískar F-16 herþotur til að skjóta niður indverska herþotu í síðustu viku. Slíkt væri brot á samkomulagi sem gert var við sölu vélanna til Pakistan.

Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis.

Pakistönsk stjórnvöld hafa neitað því að F-16 þoturnar hafi tekið þátt í bardögunum sem leiddu til þess að indverska þotan var skotin niður. Þau hafa ekki tilgreint hvaða herþotur voru notaðar.

Eftir átök og togstreitu síðustu viku var ástandið tiltölulega rólegt í gær. Chaundry Tariq Farooq, ráðherra í pakistanska hluta Kasmír, sagði þó enn spennu í loftinu og að aldrei væri hægt að segja hvenær átök gætu brotist út á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×