Enski boltinn

Gylfi fékk hæstu einkunn allra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var ansi sprækur í Guttagarði í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson var ansi sprækur í Guttagarði í gær. vísir/getty
Everton tókst ekkert frekar en fyrri daginn að leggja Liverpool að velli í ensku úrvalsdeildinni þegar að liðin mættust í borgarslag á Goodison Park í gær en liðin skildu jöfn, 0-0.

Stigið var ágætt fyrir Everton en það lagði stein í götu Liverpool í vegferð lærisveina Jürgens Klopps að Englandsmeistaratitlinum. Liverpool er nú ekki lengur með örlögin í eigin höndum því Manchester City er með eins stigs forskot á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool fékk betri færi í gær þó svo að Everton hafi spilað ágætlega en í einkunnagjöf blaðamannsins Jamie Jacksons á The Guardian fær Gylfi Þór Sigurðsson hæstu einkunn allra á vellinum.

Gylfi fær átta í einkunn og í umsögn um íslenska landsliðsmanninn segir: „Sendingar hans opnuðu Liverpool-liðið. Hann átti líka margar góðar snertingar og bauð upp á nokkrar brellur. Besti maður vallarins.“

Samherjar hans, Lucas Digne, Michael Keane og Idrissa Gueye fengu báðir sjö í einkunn hjá The Guardian en sömu einkunn fékk Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool. Hann fékk hæstu einkunn gestanna.

Mohamed Salah hefur kólnað verulega á undanförnum vikum en hann fær fjóra fyrir frammistöðu sína og er einfaldlega sagt um Egyptann að hann hafi valdið vonbrigðum.

Klippa: FT Everton 0 - 0 Liverpool

Tengdar fréttir

Klopp: Vindurinn truflaði okkur

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að slæmt veður hafi haft mikil áhrif á nágrannaslaginn gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×