Enski boltinn

Klopp: Vindurinn truflaði okkur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skítaveður í Liverpool í dag
Skítaveður í Liverpool í dag vísir/getty
Everton og Liverpool gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í dag í fremur tíðindalitlum leik. Það var hvasst í Bítlaborginni í dag og segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, að það hafi haft slæm áhrif á spilamennsku síns liðs.

„Mjög erfiður leikur fyrir margra hluta sakir. Ég veit að fólki líkar ekki að heyra þetta en vindurinn hjálpaði engum. Hann gerði okkur mjög erfitt fyrir og það sást auðveldlega í mörgum tilvikum,“ segir Klopp.

„Það var erfitt að stjórna leiknum. Við fengum 3-4 mjög góð tækifæri. Við höldum áfram að tapa ekki fyrir Everton en við ætluðum okkur klárlega sigur.“

Klopp skellihló þegar hann var spurður út í misheppnaða frammistöðu Mo Salah í leiknum en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×