Enski boltinn

„Fáránlegt að segja að Liverpool sé að klúðra titilbaráttunni“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Van Dijk og félagar misstu City yfir sig um helgina
Van Dijk og félagar misstu City yfir sig um helgina vísir/getty
Það er fáránlegt að halda því fram að Liverpool sé að klúðra titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir fyrrum Englandsmeistarinn Chris Sutton.

Liverpool gerði jafntefli við Everton um helgina og eru því stigi á eftir Manchester City á toppnum. Í byrjun árs var Liverpool með sjö stiga forskot á toppnum.

„Getum við ekki bara sagt að Liverpool og Manchester City séu tvö frábær lið. Þetta er frábær titilbarátta sem verður spennandi allt til enda.“

„Þegar City tapaði fyrir Newcastle, Crystal Palace og Leicester fyrr á tímabilinu voru þeir þá búnir að klúðra þessu? Er jafntefli við Manchester United að klúðra þessu?“

„Nei. Það er algjörlega fáránlegt að halda því fram að Liverpool sé að klúðra þessu. Þeir eru það ekki og leikmennirnir einbeita sér bara að næsta leik,“ sagði Sutton sem vann úrvalsdeildina árið 1995 með Blackburn.

Liverpool mætir Burnley á sunnudag á meðan City á leik við Watford á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×