Liverpool gæti verið dauðadæmt eftir þessa kveðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 13:30 Pele og Mohamed Salah. Samsett/Getty Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira