Liverpool gæti verið dauðadæmt eftir þessa kveðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 13:30 Pele og Mohamed Salah. Samsett/Getty Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti