Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2019 10:30 Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SA og LÍU til eins og sama verkefnisins. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands virðist vera sérlega útsjónarsamur þegar styrkir eru annars vegar. Hann er með allar klær úti ef marka má frásögn sem finna má í nýrri bók Helga Magnússonar, Lífið í lit, sem Björn Jón Bragason skráði. Og á einum tíma fékk hann þrjá til að styrkja eitt og sama verkefnið, sem vitað er um; verkefni sem virðist þó aldrei hafa náð lengra en á teikniborð Hannesar. Vísir hefur áður gluggað í bókina en hún er mikil uppspretta sagna um menn sem hafa verið áberandi í samfélaginu undanfarna áratugina. Hér á eftir fer bútur úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Stöðug sókn í styrki Mikið var sótt að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins um að styðja við alls konar verkefni og starfsemi enda eru samtökin fjársterk. Við lögðum þó þunga áherslu á að styðja ekki annað en það sem við töldum að væri til þess fallið að efla atvinnulífið með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að styðja stjórnmálaflokka, stjórnmálamenn eða framboð. Aðildarsamtök SA voru ekki sammála um afstöðu til ESB og evru, þó svo að Samtök iðnaðarins hefðu þar skýra stefnu. Ég tel fullvíst að sjávarútvegurinn hafi stutt við Heimsýn, félag Evrópuandstæðinga (alla vega gerðu Bændasamtökin það og þar hafði Heimsýn aðstöðu um tíma). Samtök iðnaðarins studdu Já, Ísland sem aðhylltist samstarf við Evrópusambandið. SA styrkti hvorug samtökin. Styrkjasnilli Hannesar Hólmsteinn Einum manni tókst þó að leika á okkur og sýndi með því „snilli“ sína. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, kom til fundar við okkur Orra Hauksson, framkvæmdastjóra SI, og kynnti fyrir okkur verkefni sem hann nefndi „Græna hagkerfið“. Það snerist um að gera stutta kvikmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi á Íslandi. Í fljótu bragði virtist þetta hafa yfir sér jákvæðan svip fyrir atvinnulífið þannig að við Orri féllumst á að SI styddi þessa framkvæmd um eina milljón króna. Nokkrum dögum síðar sat ég fund í framkvæmdastjórn SA. Þá segir Vilhjálmur Egilsson okkur frá því að hann hafi fallist á að styðja verkefni Hannesar Hólmsteins um eina milljón króna. Ég hrökk þá við og sagði að hann hefði fengið eina milljón frá Samtökum iðnaðarins og ég hefði haldið að það væri nægilegt. Þá hrópaði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ: „Andskotinn, hann kom líka við hjá okkur og náði milljón af LÍÚ með sleipri sölumennsku!“ Ég hef engar spurnir haft af þessari fyrirhuguðu kvikmynd.(Bútur úr Lífinu í lit, bls. 441–442). Bókmenntir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands virðist vera sérlega útsjónarsamur þegar styrkir eru annars vegar. Hann er með allar klær úti ef marka má frásögn sem finna má í nýrri bók Helga Magnússonar, Lífið í lit, sem Björn Jón Bragason skráði. Og á einum tíma fékk hann þrjá til að styrkja eitt og sama verkefnið, sem vitað er um; verkefni sem virðist þó aldrei hafa náð lengra en á teikniborð Hannesar. Vísir hefur áður gluggað í bókina en hún er mikil uppspretta sagna um menn sem hafa verið áberandi í samfélaginu undanfarna áratugina. Hér á eftir fer bútur úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Stöðug sókn í styrki Mikið var sótt að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins um að styðja við alls konar verkefni og starfsemi enda eru samtökin fjársterk. Við lögðum þó þunga áherslu á að styðja ekki annað en það sem við töldum að væri til þess fallið að efla atvinnulífið með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að styðja stjórnmálaflokka, stjórnmálamenn eða framboð. Aðildarsamtök SA voru ekki sammála um afstöðu til ESB og evru, þó svo að Samtök iðnaðarins hefðu þar skýra stefnu. Ég tel fullvíst að sjávarútvegurinn hafi stutt við Heimsýn, félag Evrópuandstæðinga (alla vega gerðu Bændasamtökin það og þar hafði Heimsýn aðstöðu um tíma). Samtök iðnaðarins studdu Já, Ísland sem aðhylltist samstarf við Evrópusambandið. SA styrkti hvorug samtökin. Styrkjasnilli Hannesar Hólmsteinn Einum manni tókst þó að leika á okkur og sýndi með því „snilli“ sína. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, kom til fundar við okkur Orra Hauksson, framkvæmdastjóra SI, og kynnti fyrir okkur verkefni sem hann nefndi „Græna hagkerfið“. Það snerist um að gera stutta kvikmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi á Íslandi. Í fljótu bragði virtist þetta hafa yfir sér jákvæðan svip fyrir atvinnulífið þannig að við Orri féllumst á að SI styddi þessa framkvæmd um eina milljón króna. Nokkrum dögum síðar sat ég fund í framkvæmdastjórn SA. Þá segir Vilhjálmur Egilsson okkur frá því að hann hafi fallist á að styðja verkefni Hannesar Hólmsteins um eina milljón króna. Ég hrökk þá við og sagði að hann hefði fengið eina milljón frá Samtökum iðnaðarins og ég hefði haldið að það væri nægilegt. Þá hrópaði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ: „Andskotinn, hann kom líka við hjá okkur og náði milljón af LÍÚ með sleipri sölumennsku!“ Ég hef engar spurnir haft af þessari fyrirhuguðu kvikmynd.(Bútur úr Lífinu í lit, bls. 441–442).
Bókmenntir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29