Enski boltinn

Þrenna Sterlings og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling skorar eitt þriggja marka sinna gegn Watford.
Sterling skorar eitt þriggja marka sinna gegn Watford. vísir/getty
Raheem Sterling skoraði þrennu á aðeins 13 mínútum þegar Manchester City vann 3-1 sigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum jók City forskot sitt á toppi deildarinnar í fjögur stig.

Newcastle United vann endurkomusigur á Everton, 3-2. Newcastle var 0-2 undir í hálfleik. Ayoze Pérez skoraði sigurmarkið þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Það gengur hvorki né rekur hjá Tottenham sem tapaði 2-1 fyrir Southampton. James Ward-Prowse skoraði sigurmark Dýrlinganna með skoti beint úr aukaspyrnu á 81. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City unnu afar mikilvægan sigur á West Ham, 2-0.

Leicester City vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Brendan Rodgers er liðið sigraði Fulham, 3-1, á heimavelli.

Þá bar Brighton sigurorð af Crystal Palace á Selhurst Park, 1-2, og Bournemouth vann botnlið Huddersfield Town, 0-2.

Mörkin úr leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér fyrir neðan.

Man. City 3-1 Watford
Klippa: FT Manchester City 3 - 1 Watford


Newcastle 3-2 Everton
Klippa: FT Newcastle 3 - 2 Everton


Southampton 2-1 Tottenham
Klippa: FT Southampton 2 - 1 Tottenham


Cardiff 2-0 West Ham
Klippa: FT Cardiff 2 - 0 West Ham


Leicester 3-1 Fulham
Klippa: FT Leicester 3 - 1 Fulham


Crystal Palace 1-2 Brighton
Klippa: FT Crystal Palace 1 - 2 Brighton


Huddersfield 0-2 Bournemouth
Klippa: FT Huddersfield 0 - 2 Bournemouth





Fleiri fréttir

Sjá meira


×