Segir að United-Liverpool sé algjör lykilleikur í titilbaráttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 14:00 Naby Keita hjá Liverpool og Matteo Darmian hjá Manchester United í baráttunni í fyrri leik liðanna. EPA/PETER POWELL Margir eru farnir að telja niður í leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Matt Le Tissier, goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni og nú sérfræðingur Sky Sports, telur að heimsókn Liverpool á Old Trafford muni ráða miklu um hvert enski meistaratitilinn fer í ár. Liverpool kemst aftur á toppinn með því að ná stig í leiknum. Manchester City og Liverpool er nú með jafnmörg stig en City er með betri markatölu og hefur líka leikið leik meira. Manchester City getur tryggt sér titil á sunnudaginn þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins.LE TISS: UTD VISIT 'KEY' IN TITLE RACE Matt Le Tissier says Liverpool's visit to Manchester United will provide a major key in deciding this season's Premier League champion. More here: https://t.co/hfk1KHu7RLpic.twitter.com/Cu9kftKSNo — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2019Gamli Liverpool-fyrirliðinn Phil Thompson er á því að Liverpool verði enskur meistari takist liðinu að vinna Manchester United á Old Trafford. Le Tissier er sammála því. „Það er samt mikið eftir enn þá og það er von á skrýtnum úrslitum á lokakaflanum þegar botnliðin eru að berjast fyrir lífi sínu og ná oft í stig af efstu liðunum,“ sagði Matt Le Tissier. „Þetta er engu að síður risaleikur fyrir Liverpool og baráttu þeirra fyrir að vinna enska titilinn,“ sagði Le Tissier. „Tapi Liverpool þessum leik þá afhenda þeir Manchester City frumkvæðið og ef það gerist þá má búast við því að Manchester City líti ekki til baka og fari alla leið og vinni titilinn,“ sagði Le Tissier. „Ef Liverpool vinnur á Old Trafford þá held ég að það gef liðinu gríðarlegt sjálfstraust fyrir framhaldið. Þeir væru þá áfram í bílstjórasætinu og þetta væri þeirra titill að tapa,“ sagði Le Tissier. Matt Le Tissier hrósar samt liði Manchester United og leggur áherslu á hversu sterkt liðið er orðið undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. „Öll lið sem hafa unnið 11 af 13 leikjum sínum eiga skilið aðdáun. Það eru fullt af leikjum þarna sem United átti alltaf að vinna en liðið vann einnig góðan útisigur á Tottenham auk þess að koma til baka á móti Burnley þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir 86 mínútur,“ sagði Le Tissier. „Svo sýndi liðið styrk sinn í bikarsigrinum á Chelsea. Þar spilaði United-liðið mjög öflugan varnarleik en svo góða vörn hef ég ekki séð lengi hjá félaginu,“ sagði Le Tissier. Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Margir eru farnir að telja niður í leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Matt Le Tissier, goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni og nú sérfræðingur Sky Sports, telur að heimsókn Liverpool á Old Trafford muni ráða miklu um hvert enski meistaratitilinn fer í ár. Liverpool kemst aftur á toppinn með því að ná stig í leiknum. Manchester City og Liverpool er nú með jafnmörg stig en City er með betri markatölu og hefur líka leikið leik meira. Manchester City getur tryggt sér titil á sunnudaginn þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins.LE TISS: UTD VISIT 'KEY' IN TITLE RACE Matt Le Tissier says Liverpool's visit to Manchester United will provide a major key in deciding this season's Premier League champion. More here: https://t.co/hfk1KHu7RLpic.twitter.com/Cu9kftKSNo — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2019Gamli Liverpool-fyrirliðinn Phil Thompson er á því að Liverpool verði enskur meistari takist liðinu að vinna Manchester United á Old Trafford. Le Tissier er sammála því. „Það er samt mikið eftir enn þá og það er von á skrýtnum úrslitum á lokakaflanum þegar botnliðin eru að berjast fyrir lífi sínu og ná oft í stig af efstu liðunum,“ sagði Matt Le Tissier. „Þetta er engu að síður risaleikur fyrir Liverpool og baráttu þeirra fyrir að vinna enska titilinn,“ sagði Le Tissier. „Tapi Liverpool þessum leik þá afhenda þeir Manchester City frumkvæðið og ef það gerist þá má búast við því að Manchester City líti ekki til baka og fari alla leið og vinni titilinn,“ sagði Le Tissier. „Ef Liverpool vinnur á Old Trafford þá held ég að það gef liðinu gríðarlegt sjálfstraust fyrir framhaldið. Þeir væru þá áfram í bílstjórasætinu og þetta væri þeirra titill að tapa,“ sagði Le Tissier. Matt Le Tissier hrósar samt liði Manchester United og leggur áherslu á hversu sterkt liðið er orðið undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. „Öll lið sem hafa unnið 11 af 13 leikjum sínum eiga skilið aðdáun. Það eru fullt af leikjum þarna sem United átti alltaf að vinna en liðið vann einnig góðan útisigur á Tottenham auk þess að koma til baka á móti Burnley þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir 86 mínútur,“ sagði Le Tissier. „Svo sýndi liðið styrk sinn í bikarsigrinum á Chelsea. Þar spilaði United-liðið mjög öflugan varnarleik en svo góða vörn hef ég ekki séð lengi hjá félaginu,“ sagði Le Tissier.
Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira