Segir að United-Liverpool sé algjör lykilleikur í titilbaráttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 14:00 Naby Keita hjá Liverpool og Matteo Darmian hjá Manchester United í baráttunni í fyrri leik liðanna. EPA/PETER POWELL Margir eru farnir að telja niður í leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Matt Le Tissier, goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni og nú sérfræðingur Sky Sports, telur að heimsókn Liverpool á Old Trafford muni ráða miklu um hvert enski meistaratitilinn fer í ár. Liverpool kemst aftur á toppinn með því að ná stig í leiknum. Manchester City og Liverpool er nú með jafnmörg stig en City er með betri markatölu og hefur líka leikið leik meira. Manchester City getur tryggt sér titil á sunnudaginn þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins.LE TISS: UTD VISIT 'KEY' IN TITLE RACE Matt Le Tissier says Liverpool's visit to Manchester United will provide a major key in deciding this season's Premier League champion. More here: https://t.co/hfk1KHu7RLpic.twitter.com/Cu9kftKSNo — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2019Gamli Liverpool-fyrirliðinn Phil Thompson er á því að Liverpool verði enskur meistari takist liðinu að vinna Manchester United á Old Trafford. Le Tissier er sammála því. „Það er samt mikið eftir enn þá og það er von á skrýtnum úrslitum á lokakaflanum þegar botnliðin eru að berjast fyrir lífi sínu og ná oft í stig af efstu liðunum,“ sagði Matt Le Tissier. „Þetta er engu að síður risaleikur fyrir Liverpool og baráttu þeirra fyrir að vinna enska titilinn,“ sagði Le Tissier. „Tapi Liverpool þessum leik þá afhenda þeir Manchester City frumkvæðið og ef það gerist þá má búast við því að Manchester City líti ekki til baka og fari alla leið og vinni titilinn,“ sagði Le Tissier. „Ef Liverpool vinnur á Old Trafford þá held ég að það gef liðinu gríðarlegt sjálfstraust fyrir framhaldið. Þeir væru þá áfram í bílstjórasætinu og þetta væri þeirra titill að tapa,“ sagði Le Tissier. Matt Le Tissier hrósar samt liði Manchester United og leggur áherslu á hversu sterkt liðið er orðið undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. „Öll lið sem hafa unnið 11 af 13 leikjum sínum eiga skilið aðdáun. Það eru fullt af leikjum þarna sem United átti alltaf að vinna en liðið vann einnig góðan útisigur á Tottenham auk þess að koma til baka á móti Burnley þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir 86 mínútur,“ sagði Le Tissier. „Svo sýndi liðið styrk sinn í bikarsigrinum á Chelsea. Þar spilaði United-liðið mjög öflugan varnarleik en svo góða vörn hef ég ekki séð lengi hjá félaginu,“ sagði Le Tissier. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Margir eru farnir að telja niður í leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Matt Le Tissier, goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni og nú sérfræðingur Sky Sports, telur að heimsókn Liverpool á Old Trafford muni ráða miklu um hvert enski meistaratitilinn fer í ár. Liverpool kemst aftur á toppinn með því að ná stig í leiknum. Manchester City og Liverpool er nú með jafnmörg stig en City er með betri markatölu og hefur líka leikið leik meira. Manchester City getur tryggt sér titil á sunnudaginn þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins.LE TISS: UTD VISIT 'KEY' IN TITLE RACE Matt Le Tissier says Liverpool's visit to Manchester United will provide a major key in deciding this season's Premier League champion. More here: https://t.co/hfk1KHu7RLpic.twitter.com/Cu9kftKSNo — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2019Gamli Liverpool-fyrirliðinn Phil Thompson er á því að Liverpool verði enskur meistari takist liðinu að vinna Manchester United á Old Trafford. Le Tissier er sammála því. „Það er samt mikið eftir enn þá og það er von á skrýtnum úrslitum á lokakaflanum þegar botnliðin eru að berjast fyrir lífi sínu og ná oft í stig af efstu liðunum,“ sagði Matt Le Tissier. „Þetta er engu að síður risaleikur fyrir Liverpool og baráttu þeirra fyrir að vinna enska titilinn,“ sagði Le Tissier. „Tapi Liverpool þessum leik þá afhenda þeir Manchester City frumkvæðið og ef það gerist þá má búast við því að Manchester City líti ekki til baka og fari alla leið og vinni titilinn,“ sagði Le Tissier. „Ef Liverpool vinnur á Old Trafford þá held ég að það gef liðinu gríðarlegt sjálfstraust fyrir framhaldið. Þeir væru þá áfram í bílstjórasætinu og þetta væri þeirra titill að tapa,“ sagði Le Tissier. Matt Le Tissier hrósar samt liði Manchester United og leggur áherslu á hversu sterkt liðið er orðið undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. „Öll lið sem hafa unnið 11 af 13 leikjum sínum eiga skilið aðdáun. Það eru fullt af leikjum þarna sem United átti alltaf að vinna en liðið vann einnig góðan útisigur á Tottenham auk þess að koma til baka á móti Burnley þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir 86 mínútur,“ sagði Le Tissier. „Svo sýndi liðið styrk sinn í bikarsigrinum á Chelsea. Þar spilaði United-liðið mjög öflugan varnarleik en svo góða vörn hef ég ekki séð lengi hjá félaginu,“ sagði Le Tissier.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira