SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 12:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00