Innlent

Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum.
Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. Fréttablaðið/Sigtryggur
Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness hafa allir fengið umboð frá sínum félagsmönnum til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kemur fram á mbl.is.

Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru í samfloti og hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara eiga fund með Samtökum atvinnulífsins á morgun.

Eftir fundinn með SA á morgun stendur til að stéttarfélögin komi saman til fundar til ræða um hvort boða skuli til verkfalls.


Tengdar fréttir

Samningafundur hjá SGS og SA síðdegis í dag

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins mun klukkan 16 í dag eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins. Þar verða kröfur SGS ítrekaðar að því er fram kemur í tilkynningu á vef sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×