Van Dijk stækkaði um átján sentímetra eitt sumarið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 09:00 Virgil van Dijk með Sadio Mane en það er mikill stærðarmunur á þeim. Getty/Andrew Powell Virgil van Dijk er kominn í hóp allra bestu varnarmanna heims og var heldur betur happakaup fyrir Liverpool fyrir í janúar í fyrra. Blaðamaður BBC settist niður með hollenska miðverðinum og fræddist meira um sögu hans og framtíðarsýn. Virgil van Dijk fer ekkert í felur með það að hann hefur sett stefnuna á það að verða Liverpool-goðsögn. Hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og lítur út fyrir að vera eitt stærsta púslið sem vantaði í mögulegt meistaralið Liverpool. Van Dijk hefur á fimm árum farið frá því að spila með hollenska liðinu Groningen í það að spila með Liverpool en á leiðinni spilaði hann með Celtic í Skotlandi og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var tilbúð að borga fyrir hann 75 milljónir punda í lok desember 2017 og sér ekki eftir þeim pening í dag."I grew 18cm in one summer" Virgil van Dijk tells @GuillemBalague how a sudden growth spurt caused pain and injury.https://t.co/K6WiX4DuVEpic.twitter.com/d2wSqg19dZ — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019 Í viðtalinu talar Van Dijk meðal annars um upphafsárin sín í fótboltanum og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Guillem Balague hjá BBC fékk hollenska miðvörðinn til að segja frá fyrstu sporunum. Van Dijk er núna 193 sentímetrar á hæð og algjör klettur í vörn Liverpool en hann var ekki alltaf með sentímetrana með sér. „Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég fékk vaxtarkipp. Þegar ég var sextán ára þá var yngri bróðir minn að verða hærri en ég. Ég stækkaði hins vegar um átján sentímetra sumarið sem ég varð átján ára,“ segir Virgil van Dijk."Before I signed my contract, I was 15 or 16 and working as a dishwasher in a Breda restaurant." An in-depth interview on the life of Virgil van Dijk: https://t.co/csiJ7VE1Fxpic.twitter.com/aWJ3PvRG0P — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019Þessi mikli vaxtarkippur kom aftur á móti með vandamál með sér. „Hnéð mitt var óstöðugt og ég var með náravandamál. Það voru svo mikið af vandamálum hjá mér með skrokkinn eftir þetta. Þá fór ég í alvöru endurhæfingu með sjúkraþjálfara í sex vikur. Eftir það fór ég að spila vel,“ sagði Van Dijk „Þegar ég var sextán ára þá var ég hægur hægri bakvörður og þótti ekki nógu góður til að spila miðvörð. Ég var aldrei framúrskarandi leikmaður fyrr en ég fór að spila með nítján ára liðinu og fékk fyrirliðabandið. Þá gekk allt miklu betur. Ég spilaði nokkra leiki með 23 ára liðinu og þó fóru hlutirnir að gerast fljótt,“ sagði Van Dijk. Van Dijk segir líka frá tíma sínum hjá FC Groningen þar sem hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning. „Ég þurfti að hjóla á æfingar og fyrstu launin mín fóru í ökutíma. Áður en ég skrifaði undir samninginn þá var ég vinna í uppvaskinu á veitingastað í Breda,“ segir Van Dijk. Van Dijk segir líka frá erfiðum veikindum sínum þar sem hann þurfti að vera í þrettán daga á spítala. Það má finna allt viðtalið við hann hér.From being a dish-washer to being one of the Premier League's best defenders. Hear @VirgilVDijk in his own words in and exclusive interview with @GuillemBalague. Listen and download the full interview ? https://t.co/tLYG8NlklT#LFCpic.twitter.com/SYs9wTjh23 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 21, 2019 Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira
Virgil van Dijk er kominn í hóp allra bestu varnarmanna heims og var heldur betur happakaup fyrir Liverpool fyrir í janúar í fyrra. Blaðamaður BBC settist niður með hollenska miðverðinum og fræddist meira um sögu hans og framtíðarsýn. Virgil van Dijk fer ekkert í felur með það að hann hefur sett stefnuna á það að verða Liverpool-goðsögn. Hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og lítur út fyrir að vera eitt stærsta púslið sem vantaði í mögulegt meistaralið Liverpool. Van Dijk hefur á fimm árum farið frá því að spila með hollenska liðinu Groningen í það að spila með Liverpool en á leiðinni spilaði hann með Celtic í Skotlandi og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var tilbúð að borga fyrir hann 75 milljónir punda í lok desember 2017 og sér ekki eftir þeim pening í dag."I grew 18cm in one summer" Virgil van Dijk tells @GuillemBalague how a sudden growth spurt caused pain and injury.https://t.co/K6WiX4DuVEpic.twitter.com/d2wSqg19dZ — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019 Í viðtalinu talar Van Dijk meðal annars um upphafsárin sín í fótboltanum og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Guillem Balague hjá BBC fékk hollenska miðvörðinn til að segja frá fyrstu sporunum. Van Dijk er núna 193 sentímetrar á hæð og algjör klettur í vörn Liverpool en hann var ekki alltaf með sentímetrana með sér. „Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég fékk vaxtarkipp. Þegar ég var sextán ára þá var yngri bróðir minn að verða hærri en ég. Ég stækkaði hins vegar um átján sentímetra sumarið sem ég varð átján ára,“ segir Virgil van Dijk."Before I signed my contract, I was 15 or 16 and working as a dishwasher in a Breda restaurant." An in-depth interview on the life of Virgil van Dijk: https://t.co/csiJ7VE1Fxpic.twitter.com/aWJ3PvRG0P — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019Þessi mikli vaxtarkippur kom aftur á móti með vandamál með sér. „Hnéð mitt var óstöðugt og ég var með náravandamál. Það voru svo mikið af vandamálum hjá mér með skrokkinn eftir þetta. Þá fór ég í alvöru endurhæfingu með sjúkraþjálfara í sex vikur. Eftir það fór ég að spila vel,“ sagði Van Dijk „Þegar ég var sextán ára þá var ég hægur hægri bakvörður og þótti ekki nógu góður til að spila miðvörð. Ég var aldrei framúrskarandi leikmaður fyrr en ég fór að spila með nítján ára liðinu og fékk fyrirliðabandið. Þá gekk allt miklu betur. Ég spilaði nokkra leiki með 23 ára liðinu og þó fóru hlutirnir að gerast fljótt,“ sagði Van Dijk. Van Dijk segir líka frá tíma sínum hjá FC Groningen þar sem hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning. „Ég þurfti að hjóla á æfingar og fyrstu launin mín fóru í ökutíma. Áður en ég skrifaði undir samninginn þá var ég vinna í uppvaskinu á veitingastað í Breda,“ segir Van Dijk. Van Dijk segir líka frá erfiðum veikindum sínum þar sem hann þurfti að vera í þrettán daga á spítala. Það má finna allt viðtalið við hann hér.From being a dish-washer to being one of the Premier League's best defenders. Hear @VirgilVDijk in his own words in and exclusive interview with @GuillemBalague. Listen and download the full interview ? https://t.co/tLYG8NlklT#LFCpic.twitter.com/SYs9wTjh23 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 21, 2019
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira