Erlent

Vinsældir Macron þokast upp en gulu vestanna niður

Kjartan Kjartansson skrifar
Macron var nokkuð vel tekið á landbúnaðarsýningu í París um helgina. Það var talið til marks um skánandi stöðu hans því í fyrra var baulað á hann á sömu sýningu.
Macron var nokkuð vel tekið á landbúnaðarsýningu í París um helgina. Það var talið til marks um skánandi stöðu hans því í fyrra var baulað á hann á sömu sýningu. Vísir/EPA
Rétt um þriðjungur Frakka hefur nú velþóknun á störfum Emmanuels Macron forseta og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá því að mótmæli sem kennd hafa verið við gul vesti hófust í nóvember. Á sama tíma hefur stuðningur við mótmælin farið dvínandi.

Skoðanakönnun sem birt var í dag bendir til þess að 55% vilja að mótmælunum linni. Mótmælin hafa verið vikuleg en þeim hefur stundum fylgt ofbeldi og skemmdarverk í miðborg Parísar og víðar. Áætlað er að um 46.000 manns hafi tekið þátt í þeim um allt land um helgina.

Vinsældir Macron fóru lægst niður í 27% um miðjan desember þegar mótmælin stóðu sem hæst. Þau hafa síðan mjakast upp á við, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Mótmælin sem voru kennd við gulu vesti mótmælendanna beindust í fyrstu að hækkunum að eldsneytisverði. Þau þróuðust síðar upp í almennt andóf gegn ríkisstjórn Macron.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×