Erlent

Einn lést í sprengingu í Stokkhólmi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sæsnka lögreglan staðfestir að einn hafi látist í sprengingunni.
Sæsnka lögreglan staðfestir að einn hafi látist í sprengingunni. Mikael Sjoberg/Getty

Sprengja sprakk á fjórða tímanum í dag í íbúðarhúsnæði í suður-Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Í samtali við sænska blaðið Expressen staðfesti lögreglan í borginni að einn maður hafi látið lífið í sprengingunni. Í umfjöllun um málið heldur Expressen því fram að maðurinn hafi sjálfur valdið sprengingunni.

Búið er að rýma hús á svæðinu í öryggisskyni og sprengjusveit lögreglunnar hefur verið kölluð á svæðið.

Lögreglan segir of snemmt að segja til um hvort hryðjuverk sé að ræða en segist líta á málið sem einangrað atvik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.