Enski boltinn

„Sarri er búinn að breyta Chelsea í Arsenal“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Maurizio Sarri
Maurizio Sarri vísir/getty

Manchester City valtaði yfir Chelsea í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag 6-0. Knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher lét gagnrýnina vaða á lið Chelsea og sagði liðið vera eins og Arsenal undir Arsene Wenger.

Carragher var sérfræðingur hjá Sky Sports yfir leiknum og í hálfleik, þegar staðan var orðin 4-0, hraunaði hann yfir Cheslea.

„City er að spila frábærlega, en þetta hefur verið með því versta frá Chelsea í vetur,“ sagði Carragher.

„Sarri er bara hálfnaður með sitt fyrsta tímabil, en það versta sem ég get sagt er að hann er búinn að breyta Chelsea í Arsenal.“

„Arsenal-liðið sem lét valta yfir sig á útivöllum á síðustu sjö til átta árum því það var einfaldlega ekki nógu sterkt. Það hefur ekki verið hægt að segja þetta um Chelsea áður, en þetta lið lítur út fyrir að vera veikburða.“

Með sigrinum fór Manchester City aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar, jafnt Liverpool að stigum en með 10 mörkum betri markatölu. Liverpool á þó leik til góða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.