Enski boltinn

„Liverpool þarf að vinna rest til að verða meistari“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mohamed Salah og félagar eru í harðri baráttu um titilinn
Mohamed Salah og félagar eru í harðri baráttu um titilinn Getty/Robbie Jay Barratt

Liverpool verður að vinna alla leikina sem liðið á eftir í ensku úrvalsdeildinni ef liðið ætlar sér að verða Englandsmeistari í ljósi stórsigurs Manchester City á Chelsea um helgina.

Þetta segir knattspyrnusérfræðingur Sky Sports Graeme Souness.

Eftir leiki helgarinnar eru Liverpool og Manchester City jöfn að stigum á toppnum. Liverpool á leik til góða en City er með 10 marka betri markatölu.

„City-liðið var frábært. Ég veit ekki hvernig á að lýsa því,“ sagði Souness.

„Liverpool verður að vinna hvern einasta leik sem eftir er til þess að vinna deildina. Það hvernig Liverpool fór að því að vinna Bournemouth um helgina sannfærði mig ekki að þeir væru komnir aftur í sitt besta form.“

„Ef City heldur svona áfram út tímabilið þá verður Liverpool að vinna alla leiki.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.