Enski boltinn

Sér Cristiano Ronaldo í Anthony Martial

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Martial fagnar marki sínu fyrir Manchester United um helgina.
Anthony Martial fagnar marki sínu fyrir Manchester United um helgina. Getty/Matthew Peters

Anthony Martial var líkt við Cristiano Ronaldo af knattspyrnustjóra sínum eftir frammistöðu sína í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Anthony Martial skoraði frábært mark í 3-0 sigri Manchester United á Fulham í ensku úrvalsdeildinni um helgina og lagði einnig upp fyrsta mark liðsins fyrir Paul Pogba.

Anthony Martial hélt því upp á nýjan samning sinn á Old Trafford með mjög flottri frammistöðu og hann fékk líka mikið lof frá Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir leikinn.

Norðmaðurinn sér sinn gamla liðsfélaga, Cristiano Ronaldo, í Anthony Martial og er óhræddur við að tala hann upp.„Það er auðvitað margt líkt með þessum mörkum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um mark Anthony Martial og það sem Cristiano Ronaldo skoraði á sama velli árið 2007 og tryggði þá Manchester United liðinu mikilvægan sigur.

„Ef hann vill komast á pallinn hans Cristiano þá veit Anthony hvað hann þarf að geta. Þetta er undir honum komið því hann hefur hæfileikana,“ sagði Ole Gunnar.

Martial skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning sem heldur honum hjá Manchester United til ársins 2024. United keypti hann fyrir 36 milljónir punda frá Mónakó árið 2015.

„Ég þakklátur fyrir það að hann sé í mínu liði. Hann hefur búið til svo mörg færi og svo mörg mörk. Hann er Manchester United leikmaður. Hann æsir upp áhorfendur. Hann æsir upp knattspyrnustjórann. Hann æsir upp liðsfélagana. Hann er líka frábær karakter til að hafa í sínu liði,“ sagði Solskjær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.