Báðust báðir afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 10:00 Maurizio Sarri gat ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Laurence Griffiths Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea og fyrirliðinn Cesar Azpilicueta báðu stuðningsmenn félagsins afsökunar eftir 6-0 skellinn á móti Manchester City í gær. „Við höfum spilað mjög illa í síðustu þremur leikjum þannig að við verðum að biðja alla afsökunar,“ sagði Maurizio Sarri eftir leikinn. Tapið þýddi að Chelsea liðið datt niður í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er eitt af verstu kvöldum lífs míns,“ sagði fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og bætti við: „Það er erfitt að útskýra hvað gerðist hjá okkur,“ sagði Cesar.What next for Maurizio Sarri after Chelsea's thrashing by Man City? @philmcnulty takes a look: https://t.co/4M0ACHLPTSpic.twitter.com/fGXIp0maQk — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019 „Við erum að fá á okkur mikið af mörkum og það getum við aldrei sætt okkur við. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn okkar afsökunar því þetta er ekki ásættanlegt,“ sagði Azpilicueta. Maurizio Sarri var spurður hvort hann óttaðist um framtíð sína sem knattspyrnustjóri Chelsea en félagið hefur verið þekkt fyrir að láta stjóra sína fjúka á síðustu árum. „Ég veit það ekki. Þú ert að spyrja mig út hlut sem er ekki hluti af mínu starfi. Ég hef áhyggjur af okkar frammistöðu en þú verður að spyrja félagið að hinu,“ sagði Sarri. „Ég vil skoða þetta og skilja þetta. Ég geri mitt besta og það gera leikmennirnir líka. Eins og er þá get ég bara beðist afsökunar á þessu,“ sagði Sarri.It's been a bruising day for Maurizio Sarri on and off the pitchhttps://t.co/Jc2w00iPIs#CFC#MCICHEpic.twitter.com/bOrZX60wHX — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Chelsea tapaði í leiknum um Samfélagsskjöldinn en lék svo átján leiki í röð án þess að tapa. Síðan þá hefur liðið tapað 7 af 21 leik í öllum keppnum. „Ég er mjög hissa á þessu því í byrjun tímabilsins þá spiluðum við betur á útivelli en á heimavelli. Ég veit ekki hvað er í gangi núna en við erum í vandræðum,“ sagði Sarri. „Í síðustu þremur eða fjórum leikjum þá hafa ekki komið nein viðbrögð við fyrsta mótlæti. Það er erfitt að lýsa okkar frammistöðu og líka erfitt að átta sig á henni. Við byrjuðum vel en fengum svo á okkur mark á heimskulegan hátt,“ sagði Sarri. „Við þurftum þá bara að halda okkur inn í leiknum en viðbrögðin voru ekki góð. Við gerðum fullt af mistökum á fyrstu tuttugu mínútunum eftir fyrsta markið og vorum aldrei að fara komast upp með það á móti þessu liði sem spilaði frábæran fótbolta,“ sagði Sarri.A "worried" Maurizio Sarri was unable to explain Chelsea's recent form after their 6-0 defeat by Manchester City, and says it is right he is under pressure: https://t.co/Jc2zQTNqzRpic.twitter.com/G0HSnJ4AkP — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea og fyrirliðinn Cesar Azpilicueta báðu stuðningsmenn félagsins afsökunar eftir 6-0 skellinn á móti Manchester City í gær. „Við höfum spilað mjög illa í síðustu þremur leikjum þannig að við verðum að biðja alla afsökunar,“ sagði Maurizio Sarri eftir leikinn. Tapið þýddi að Chelsea liðið datt niður í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er eitt af verstu kvöldum lífs míns,“ sagði fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og bætti við: „Það er erfitt að útskýra hvað gerðist hjá okkur,“ sagði Cesar.What next for Maurizio Sarri after Chelsea's thrashing by Man City? @philmcnulty takes a look: https://t.co/4M0ACHLPTSpic.twitter.com/fGXIp0maQk — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019 „Við erum að fá á okkur mikið af mörkum og það getum við aldrei sætt okkur við. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn okkar afsökunar því þetta er ekki ásættanlegt,“ sagði Azpilicueta. Maurizio Sarri var spurður hvort hann óttaðist um framtíð sína sem knattspyrnustjóri Chelsea en félagið hefur verið þekkt fyrir að láta stjóra sína fjúka á síðustu árum. „Ég veit það ekki. Þú ert að spyrja mig út hlut sem er ekki hluti af mínu starfi. Ég hef áhyggjur af okkar frammistöðu en þú verður að spyrja félagið að hinu,“ sagði Sarri. „Ég vil skoða þetta og skilja þetta. Ég geri mitt besta og það gera leikmennirnir líka. Eins og er þá get ég bara beðist afsökunar á þessu,“ sagði Sarri.It's been a bruising day for Maurizio Sarri on and off the pitchhttps://t.co/Jc2w00iPIs#CFC#MCICHEpic.twitter.com/bOrZX60wHX — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Chelsea tapaði í leiknum um Samfélagsskjöldinn en lék svo átján leiki í röð án þess að tapa. Síðan þá hefur liðið tapað 7 af 21 leik í öllum keppnum. „Ég er mjög hissa á þessu því í byrjun tímabilsins þá spiluðum við betur á útivelli en á heimavelli. Ég veit ekki hvað er í gangi núna en við erum í vandræðum,“ sagði Sarri. „Í síðustu þremur eða fjórum leikjum þá hafa ekki komið nein viðbrögð við fyrsta mótlæti. Það er erfitt að lýsa okkar frammistöðu og líka erfitt að átta sig á henni. Við byrjuðum vel en fengum svo á okkur mark á heimskulegan hátt,“ sagði Sarri. „Við þurftum þá bara að halda okkur inn í leiknum en viðbrögðin voru ekki góð. Við gerðum fullt af mistökum á fyrstu tuttugu mínútunum eftir fyrsta markið og vorum aldrei að fara komast upp með það á móti þessu liði sem spilaði frábæran fótbolta,“ sagði Sarri.A "worried" Maurizio Sarri was unable to explain Chelsea's recent form after their 6-0 defeat by Manchester City, and says it is right he is under pressure: https://t.co/Jc2zQTNqzRpic.twitter.com/G0HSnJ4AkP — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira