Báðust báðir afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 10:00 Maurizio Sarri gat ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Laurence Griffiths Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea og fyrirliðinn Cesar Azpilicueta báðu stuðningsmenn félagsins afsökunar eftir 6-0 skellinn á móti Manchester City í gær. „Við höfum spilað mjög illa í síðustu þremur leikjum þannig að við verðum að biðja alla afsökunar,“ sagði Maurizio Sarri eftir leikinn. Tapið þýddi að Chelsea liðið datt niður í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er eitt af verstu kvöldum lífs míns,“ sagði fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og bætti við: „Það er erfitt að útskýra hvað gerðist hjá okkur,“ sagði Cesar.What next for Maurizio Sarri after Chelsea's thrashing by Man City? @philmcnulty takes a look: https://t.co/4M0ACHLPTSpic.twitter.com/fGXIp0maQk — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019 „Við erum að fá á okkur mikið af mörkum og það getum við aldrei sætt okkur við. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn okkar afsökunar því þetta er ekki ásættanlegt,“ sagði Azpilicueta. Maurizio Sarri var spurður hvort hann óttaðist um framtíð sína sem knattspyrnustjóri Chelsea en félagið hefur verið þekkt fyrir að láta stjóra sína fjúka á síðustu árum. „Ég veit það ekki. Þú ert að spyrja mig út hlut sem er ekki hluti af mínu starfi. Ég hef áhyggjur af okkar frammistöðu en þú verður að spyrja félagið að hinu,“ sagði Sarri. „Ég vil skoða þetta og skilja þetta. Ég geri mitt besta og það gera leikmennirnir líka. Eins og er þá get ég bara beðist afsökunar á þessu,“ sagði Sarri.It's been a bruising day for Maurizio Sarri on and off the pitchhttps://t.co/Jc2w00iPIs#CFC#MCICHEpic.twitter.com/bOrZX60wHX — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Chelsea tapaði í leiknum um Samfélagsskjöldinn en lék svo átján leiki í röð án þess að tapa. Síðan þá hefur liðið tapað 7 af 21 leik í öllum keppnum. „Ég er mjög hissa á þessu því í byrjun tímabilsins þá spiluðum við betur á útivelli en á heimavelli. Ég veit ekki hvað er í gangi núna en við erum í vandræðum,“ sagði Sarri. „Í síðustu þremur eða fjórum leikjum þá hafa ekki komið nein viðbrögð við fyrsta mótlæti. Það er erfitt að lýsa okkar frammistöðu og líka erfitt að átta sig á henni. Við byrjuðum vel en fengum svo á okkur mark á heimskulegan hátt,“ sagði Sarri. „Við þurftum þá bara að halda okkur inn í leiknum en viðbrögðin voru ekki góð. Við gerðum fullt af mistökum á fyrstu tuttugu mínútunum eftir fyrsta markið og vorum aldrei að fara komast upp með það á móti þessu liði sem spilaði frábæran fótbolta,“ sagði Sarri.A "worried" Maurizio Sarri was unable to explain Chelsea's recent form after their 6-0 defeat by Manchester City, and says it is right he is under pressure: https://t.co/Jc2zQTNqzRpic.twitter.com/G0HSnJ4AkP — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea og fyrirliðinn Cesar Azpilicueta báðu stuðningsmenn félagsins afsökunar eftir 6-0 skellinn á móti Manchester City í gær. „Við höfum spilað mjög illa í síðustu þremur leikjum þannig að við verðum að biðja alla afsökunar,“ sagði Maurizio Sarri eftir leikinn. Tapið þýddi að Chelsea liðið datt niður í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er eitt af verstu kvöldum lífs míns,“ sagði fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og bætti við: „Það er erfitt að útskýra hvað gerðist hjá okkur,“ sagði Cesar.What next for Maurizio Sarri after Chelsea's thrashing by Man City? @philmcnulty takes a look: https://t.co/4M0ACHLPTSpic.twitter.com/fGXIp0maQk — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019 „Við erum að fá á okkur mikið af mörkum og það getum við aldrei sætt okkur við. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn okkar afsökunar því þetta er ekki ásættanlegt,“ sagði Azpilicueta. Maurizio Sarri var spurður hvort hann óttaðist um framtíð sína sem knattspyrnustjóri Chelsea en félagið hefur verið þekkt fyrir að láta stjóra sína fjúka á síðustu árum. „Ég veit það ekki. Þú ert að spyrja mig út hlut sem er ekki hluti af mínu starfi. Ég hef áhyggjur af okkar frammistöðu en þú verður að spyrja félagið að hinu,“ sagði Sarri. „Ég vil skoða þetta og skilja þetta. Ég geri mitt besta og það gera leikmennirnir líka. Eins og er þá get ég bara beðist afsökunar á þessu,“ sagði Sarri.It's been a bruising day for Maurizio Sarri on and off the pitchhttps://t.co/Jc2w00iPIs#CFC#MCICHEpic.twitter.com/bOrZX60wHX — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Chelsea tapaði í leiknum um Samfélagsskjöldinn en lék svo átján leiki í röð án þess að tapa. Síðan þá hefur liðið tapað 7 af 21 leik í öllum keppnum. „Ég er mjög hissa á þessu því í byrjun tímabilsins þá spiluðum við betur á útivelli en á heimavelli. Ég veit ekki hvað er í gangi núna en við erum í vandræðum,“ sagði Sarri. „Í síðustu þremur eða fjórum leikjum þá hafa ekki komið nein viðbrögð við fyrsta mótlæti. Það er erfitt að lýsa okkar frammistöðu og líka erfitt að átta sig á henni. Við byrjuðum vel en fengum svo á okkur mark á heimskulegan hátt,“ sagði Sarri. „Við þurftum þá bara að halda okkur inn í leiknum en viðbrögðin voru ekki góð. Við gerðum fullt af mistökum á fyrstu tuttugu mínútunum eftir fyrsta markið og vorum aldrei að fara komast upp með það á móti þessu liði sem spilaði frábæran fótbolta,“ sagði Sarri.A "worried" Maurizio Sarri was unable to explain Chelsea's recent form after their 6-0 defeat by Manchester City, and says it is right he is under pressure: https://t.co/Jc2zQTNqzRpic.twitter.com/G0HSnJ4AkP — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira