Enski boltinn

Sagan af því hvernig Solskjær tókst að hreinsa eitraða andrúmsloftið hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þökk sé Ole Gunnar Solskjær eru allir farnir að brosa aftur í herbúðum Manchester United.
Þökk sé Ole Gunnar Solskjær eru allir farnir að brosa aftur í herbúðum Manchester United. Getty/Craig Mercer

Byrjun Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hefur nánast verið fullkominn og liðið komst upp í Meistaradeildarsæti með einn einum sigrinum um helgina.

Manchester United hefur unnið 10 af 11 fyrstu leikjum Ole Gunnar Solskjaer sem knattspyrnustjóra en næstu ellefu leiki munu samt ráða miklu um hvort að hann fái að halda áfram á næsta tímabili.

Risastórt verkefni bíður Manchester United liðinu á morgun þegar liðið mætir Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

BBC kannaði það betur hvernig Ole Gunnar Solskjær fór að því að gerbreyta öllu hjá og í kringum Manchester United liðið á aðeins átta vikum.

Það var allt í rugli hjá liðinu þegar Jose Mourinho var rekinn um miðjan desember, stjörnurnar í skammakróknum og gengið inn á vellinum skelfilegt.

Á þessum átta vikum hefur Norðmanninum hins vegar tekist að hreinsa út eitraða andrúmsloftið hjá United og kalla fram gildin og spilamennskuna sem stuðningsmenn Manchester United elska og mótherjarnir óttast. Allt í einu er orðið gaman að horfa á leiki Manchester United á ný.Em hvernig fór hann að þessu? Það er spurningin sem BBC blaðamaðurinn Simon Stone reynir að svara í grein sinni í dag.

Allt frá því að mæta með súkkulaði fyrir starfsmenn félagsins á fyrsta degi til liðleika og fórnfýsi á sinn tíma þegar það þurftu að gera eitthvað fyrir félagið.

Solskjær talaði um það frá fyrsta degi að ætla sér að kalla fram brosið á andlitum allra hjá Manchester United og honum hefur tekist það.

Í greininni er líka farið yfir það hvernig eftirmenn Sir Alex Ferguson, David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho, reyndu að breyta hefðum og venjum gamla stjórans en Norðmaðurinn hefur fært félagið aftur nær Sir Alex eða eins og Solskjær þekkti sjálfur hlutina hjá Manchester United.Ole Gunnar Solskjær hefur lagt mikið upp úr samskiptum við alla tengdum félaginu. Hann hefur talað mikið við leikmenn en hann hefur einnig gefið sér tíma til að tala við starfsfólkið eða fólkið mikilvæga á bak við tjöldin.

Hann hefur heillað alla með viðkunnanlegri framkomu sinni og í stað stælanna og hrokans í Jose Mourinho er nú kominn elskulegur Norðmaður sem elskar félagið og það sem það stóð fyrir þegar titlarnir streymdu inn í tíð Sir Alex.

Það má lesa alla grein Simon Stone með því að smella hér.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.