Sagan af því hvernig Solskjær tókst að hreinsa eitraða andrúmsloftið hjá United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 08:30 Þökk sé Ole Gunnar Solskjær eru allir farnir að brosa aftur í herbúðum Manchester United. Getty/Craig Mercer Byrjun Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hefur nánast verið fullkominn og liðið komst upp í Meistaradeildarsæti með einn einum sigrinum um helgina. Manchester United hefur unnið 10 af 11 fyrstu leikjum Ole Gunnar Solskjaer sem knattspyrnustjóra en næstu ellefu leiki munu samt ráða miklu um hvort að hann fái að halda áfram á næsta tímabili. Risastórt verkefni bíður Manchester United liðinu á morgun þegar liðið mætir Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC kannaði það betur hvernig Ole Gunnar Solskjær fór að því að gerbreyta öllu hjá og í kringum Manchester United liðið á aðeins átta vikum. Það var allt í rugli hjá liðinu þegar Jose Mourinho var rekinn um miðjan desember, stjörnurnar í skammakróknum og gengið inn á vellinum skelfilegt. Á þessum átta vikum hefur Norðmanninum hins vegar tekist að hreinsa út eitraða andrúmsloftið hjá United og kalla fram gildin og spilamennskuna sem stuðningsmenn Manchester United elska og mótherjarnir óttast. Allt í einu er orðið gaman að horfa á leiki Manchester United á ný.The personal touches he's been putting in... Insight into how Ole Gunnar Solskjaer turned around a toxic atmosphere at Man Utd: https://t.co/RPhje4OMQ0pic.twitter.com/aXXn0zqLuR — BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2019Em hvernig fór hann að þessu? Það er spurningin sem BBC blaðamaðurinn Simon Stone reynir að svara í grein sinni í dag. Allt frá því að mæta með súkkulaði fyrir starfsmenn félagsins á fyrsta degi til liðleika og fórnfýsi á sinn tíma þegar það þurftu að gera eitthvað fyrir félagið. Solskjær talaði um það frá fyrsta degi að ætla sér að kalla fram brosið á andlitum allra hjá Manchester United og honum hefur tekist það. Í greininni er líka farið yfir það hvernig eftirmenn Sir Alex Ferguson, David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho, reyndu að breyta hefðum og venjum gamla stjórans en Norðmaðurinn hefur fært félagið aftur nær Sir Alex eða eins og Solskjær þekkti sjálfur hlutina hjá Manchester United.The papers say #MUFC have already made their decision on whether to give Ole Gunnar Solskjaer the manager's job permanently. It's the gossip! ➡ https://t.co/iDmnSBlW2Spic.twitter.com/7mJZpmPNkM — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Ole Gunnar Solskjær hefur lagt mikið upp úr samskiptum við alla tengdum félaginu. Hann hefur talað mikið við leikmenn en hann hefur einnig gefið sér tíma til að tala við starfsfólkið eða fólkið mikilvæga á bak við tjöldin. Hann hefur heillað alla með viðkunnanlegri framkomu sinni og í stað stælanna og hrokans í Jose Mourinho er nú kominn elskulegur Norðmaður sem elskar félagið og það sem það stóð fyrir þegar titlarnir streymdu inn í tíð Sir Alex. Það má lesa alla grein Simon Stone með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Byrjun Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hefur nánast verið fullkominn og liðið komst upp í Meistaradeildarsæti með einn einum sigrinum um helgina. Manchester United hefur unnið 10 af 11 fyrstu leikjum Ole Gunnar Solskjaer sem knattspyrnustjóra en næstu ellefu leiki munu samt ráða miklu um hvort að hann fái að halda áfram á næsta tímabili. Risastórt verkefni bíður Manchester United liðinu á morgun þegar liðið mætir Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC kannaði það betur hvernig Ole Gunnar Solskjær fór að því að gerbreyta öllu hjá og í kringum Manchester United liðið á aðeins átta vikum. Það var allt í rugli hjá liðinu þegar Jose Mourinho var rekinn um miðjan desember, stjörnurnar í skammakróknum og gengið inn á vellinum skelfilegt. Á þessum átta vikum hefur Norðmanninum hins vegar tekist að hreinsa út eitraða andrúmsloftið hjá United og kalla fram gildin og spilamennskuna sem stuðningsmenn Manchester United elska og mótherjarnir óttast. Allt í einu er orðið gaman að horfa á leiki Manchester United á ný.The personal touches he's been putting in... Insight into how Ole Gunnar Solskjaer turned around a toxic atmosphere at Man Utd: https://t.co/RPhje4OMQ0pic.twitter.com/aXXn0zqLuR — BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2019Em hvernig fór hann að þessu? Það er spurningin sem BBC blaðamaðurinn Simon Stone reynir að svara í grein sinni í dag. Allt frá því að mæta með súkkulaði fyrir starfsmenn félagsins á fyrsta degi til liðleika og fórnfýsi á sinn tíma þegar það þurftu að gera eitthvað fyrir félagið. Solskjær talaði um það frá fyrsta degi að ætla sér að kalla fram brosið á andlitum allra hjá Manchester United og honum hefur tekist það. Í greininni er líka farið yfir það hvernig eftirmenn Sir Alex Ferguson, David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho, reyndu að breyta hefðum og venjum gamla stjórans en Norðmaðurinn hefur fært félagið aftur nær Sir Alex eða eins og Solskjær þekkti sjálfur hlutina hjá Manchester United.The papers say #MUFC have already made their decision on whether to give Ole Gunnar Solskjaer the manager's job permanently. It's the gossip! ➡ https://t.co/iDmnSBlW2Spic.twitter.com/7mJZpmPNkM — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Ole Gunnar Solskjær hefur lagt mikið upp úr samskiptum við alla tengdum félaginu. Hann hefur talað mikið við leikmenn en hann hefur einnig gefið sér tíma til að tala við starfsfólkið eða fólkið mikilvæga á bak við tjöldin. Hann hefur heillað alla með viðkunnanlegri framkomu sinni og í stað stælanna og hrokans í Jose Mourinho er nú kominn elskulegur Norðmaður sem elskar félagið og það sem það stóð fyrir þegar titlarnir streymdu inn í tíð Sir Alex. Það má lesa alla grein Simon Stone með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira