Enski boltinn

Cardiff City er ekki sama lið með og án Arons Einars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson ræðir við Neil Warnock með íslenska skjaldarmerkið á bakinu.
Aron Einar Gunnarsson ræðir við Neil Warnock með íslenska skjaldarmerkið á bakinu. Getty/Stu Forster

Aron Einar er ekki síður mikilvægur velska liðinu Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni en hann er fyrir íslenska landsliðið.

Cardiff City hefur enn ekki unnið leik á Arons Einars Gunnarssonar í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið skorar meira, fær á sig færri mörk og nær í fleiri stig í hverjum leik þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn er inn á miðju liðsins.

Aron Einar Gunnarsson og félagar unnu sinn sjöunda leik um helgina þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton. Allir sjö sigrarnir hafa komið í þeim sextán leikjum þar sem Aron hefur verið í byrjunarliðinu hjá Neil Warnock.

Útlitið var ekki bjart í byrjun mótsins þegar Aron Einar gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla. Eftir átta umferðir án Arons Einars var Cardiff liðið í tuttugasta og neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig, fjögur mörk og 13 mörk í mínus.

Eftir sigurinn um helgina er Cardiff hins vegar komið með 25 stig og situr í 16. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti.


Leikir sem Aron Einar Gunnarsson hefur verði í byrjunarliðinu hjá Cardiff:
16 leikir
Stig: 23 (48%)
Stig í leik: 1,4
Árangur: 7 sigrar - 1 jafntefli - 8 töp
Markatala: -7 (20-27)

Leikir sem Aron Einar hefur ekki spilað með Cardiff:
9 leikir
Stig: 2 (7%)
Stig í leik: 0,2
Árangur: 0 sigrar - 2 jafntefli - 7 töp
Markatala: -16 (4-20)

*Aron Einar kom líka inn á sem varamaður í markalausu jafntefli við Crystal Palace.

Mörk skoruð í leik
Aron byrjar: 1,25
Enginn Aron: 0,44

Mörk fengin á sig í leik:
Aron byrjar: 1,69
Enginn Aron: 2,22

Hlutfall stiga í húsi:
Aron byrjar: 48 prósent
Enginn Aron: 7 prósent

Stig að meðaltali í leik:
Aron byrjar: 1,44
Enginn Aron: 0,22Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.