Enski boltinn

Paul Scholes staðfestur sem nýr knattspyrnustjóri Oldham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes. Vísir/Getty

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, er tekinn við sem knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Oldham Athletic.

Scholes er orðinn 44 ára gamall og er þetta hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri. Hann skrifaði undir eins og hálfs árs samning.

Scholes er enn einn fyrrum lærisveinn Sir Alex Ferguson sem reynir fyrir sér sem knattspyrnustjóri.Paul Scholes lék allan sinn feril með Manchester United og varð alls ellefu sinnum Englandsmeistari með félaginu.

Það voru uppi vangaveltur hvort tíu prósent eigandahlutur hans í Salford City yrði vandamál en svo reyndist ekki vera.

Scholes fær Mike Priest sem aðstoðarmann. Oldham er í 14. sæti í ensku c-deildinni og nú níu stigum frá sæti í úrslitakeppninni og fjórtán stigum fyrir ofan fallsæti.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.