Enski boltinn

Messan: Emptyhad stóð undir nafni þrátt fyrir stórsigur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru ekki allir stuðningsmenn City jafn harðir og þessi.
Það eru ekki allir stuðningsmenn City jafn harðir og þessi. vísir/getty
Stuðningsmenn Man. City fá oftar en ekki að heyra það fyrir slappan stuðning og þeir fengu líka að heyra það frá Messumönnum í gær.

Heimavöllur félagsins, Etihad, er oftar en ekki kallaður Emptyhad þar sem alltaf er nóg af lausum sætum á vellinum.

Það vakti svo athygli Messumanna í gær hversu margir voru farnir af vellinum í lok stórsigursins gegn Chelsea. Fólk var ekkert að bíða til leiksloka svo það gæti klappað sínum mönnum lof í lófa fyrir frábæra frammistöðu.

„Það er búið að skemma þér allverulega og því í lagi að fólk bíði og klappi fyrir liðinu,“ segir Reynir Leósson.

Umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan um Emptyhad



Fleiri fréttir

Sjá meira


×