Enski boltinn

86 prósent hafa orðið vitni af rasisma á enskum fótboltavöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ónefndur stuðningsmaður Manchester City. Hann tengist fréttinni ekki.
Ónefndur stuðningsmaður Manchester City. Hann tengist fréttinni ekki. Getty/Clive Mason
Sky Sports fékk mjög sláandi niðurstöður úr könnun sinni á kynþáttahatri á völlum í enska fótboltanum.

Í könnuninni kom í ljós að 86 prósent aðspurða hafa orðið vitni af rassima á leik í enska fótboltanum. Þeir sem tóku þátt í könnuninni mæta reglulega á leiki í enska boltanum.

33 prósent hafa síðan verið sjálf fórnarlamd rasisma á fótboltavöllum.





Meira en þúsund manns tóku þátt í könnuninni fyrir Sky Sports News.

Talan er enn hærri meðal svartra, Asíubúa og fólks úr öðrum þjóðernislegum minnihlutahópum en 93 prósent þeirra hefur orðið vitni af rasisma á leikjum í enska fótboltanum.

71 prósent af fyrrnefndu fólki hafði síðan sjálft verið fórnarlamb rasisma á leikjum.

Aðeins 29 prósent þeirra sem urðu vitni af rasisma létu aftur á móti vita af því meðal réttra aðila eins og lögreglu eða starfsmanna á leikjum. 74 prósent þeirra sem létu vita voru síðan ekki viss um hvort eitthvað hefði verið gert í framhaldi af þeirra kvörtun.

Það má lesa meira um könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×