Enski boltinn

86 prósent hafa orðið vitni af rasisma á enskum fótboltavöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ónefndur stuðningsmaður Manchester City. Hann tengist fréttinni ekki.
Ónefndur stuðningsmaður Manchester City. Hann tengist fréttinni ekki. Getty/Clive Mason

Sky Sports fékk mjög sláandi niðurstöður úr könnun sinni á kynþáttahatri á völlum í enska fótboltanum.

Í könnuninni kom í ljós að 86 prósent aðspurða hafa orðið vitni af rassima á leik í enska fótboltanum. Þeir sem tóku þátt í könnuninni mæta reglulega á leiki í enska boltanum.

33 prósent hafa síðan verið sjálf fórnarlamd rasisma á fótboltavöllum.Meira en þúsund manns tóku þátt í könnuninni fyrir Sky Sports News.

Talan er enn hærri meðal svartra, Asíubúa og fólks úr öðrum þjóðernislegum minnihlutahópum en 93 prósent þeirra hefur orðið vitni af rasisma á leikjum í enska fótboltanum.

71 prósent af fyrrnefndu fólki hafði síðan sjálft verið fórnarlamb rasisma á leikjum.

Aðeins 29 prósent þeirra sem urðu vitni af rasisma létu aftur á móti vita af því meðal réttra aðila eins og lögreglu eða starfsmanna á leikjum. 74 prósent þeirra sem létu vita voru síðan ekki viss um hvort eitthvað hefði verið gert í framhaldi af þeirra kvörtun.

Það má lesa meira um könnunina hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.