Enski boltinn

Sjáðu dramatískt jöfnunarmark Boly

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Boly skorar jöfnunarmarkið
Boly skorar jöfnunarmarkið vísir/getty

Willy Boly tryggði Úlfunum stig á lokametrunum gegn Newcastle í lokaleik 26. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld.

Isaac Hayden kom Newcastle yfir á 56. mínútu og það stefndi allt í sterkan útisigur Newcastle þar til uppgefinn uppbótartími var úti og Boly skoraði jöfnunarmark fyrir Wolves.

Liðin skiptu því með sér stigunum, Newcastlemönnum til mikillar óánægju.

Allt það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.

Wolves - Newcastle 1-1

Klippa: FT Wolves 1 - 1 NewcastleAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.