Enski boltinn

Ramsey verður launahæsti Bretinn frá upphafi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ramsey mun hlæja alla leið í bankann.
Ramsey mun hlæja alla leið í bankann. vísir/getty
Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, er á leið til Ítalíu næsta sumar þar sem hann mun moka inn peningum hjá Juventus.

Ramsey verður samningslaus næsta sumar og fyrir vikið fær hann talsvert betri samning en ef hann hefði verið keyptur til félagsins.

Ramsey fær nefnilega 400 þúsund pund í vikulaun hjá Juve eða 62,5 milljónir króna. Það er ævinttýralega góður samningur en þessi samningur er til fjögurra ára.

Walesverjinn Ramsey er aðeins 28 ára gamall og þessi samningur gerir hann að launahæsta Bretanum frá upphafi. Mörg félög í Evrópu litu samningslausan Ramsey hýru augu en Juventus virðist alltaf hafa verið í efsta sæti. Ekki skemma svo launin fyrir.

Ramsey mun klára tímabilið með Arsenal og lofar að gefa félaginu 100 prósent í hverjum leik líkt og hann hefur gert síðustu ellefu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×